Undir 16 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu.
Liðið lauk riðlakeppni mótsins í dag með sigri gegn Kósovó, 47-100. Ljúka þeir því riðlakeppni mótsins með tvo sigra og þrjú töp. Til þess að hafa geta komist í átta liða úrslit keppninnar hefðu þeir þurft að vinna einum leik meira en það. Næst munu þeir því leika um
Stigahæstir fyrir Ísland í dag voru Daníel Snorrason með 16 stig, Gabríel Kazlauskas með 15 stig og Benóní Andrason með 13 stig, en við það bætti hann 14 fráköstum og 6 stolnum boltum.
Íslenska liðið fær frídag á morgun, en á fimmtudag munu þeir leika í umspili um sæti 9 til 16 á mótinu.
Upptaka af leiknum



