spot_img
HomeFréttir5. sæti: Valur

5. sæti: Valur

13:00
{mosimage}

(Landsliðsmiðherjinn Signý Hermannsdóttir)

Stóra spurningin sem endranær er: Hvaða Valslið mætir til leiks í upphafi móts? Þessi spurning átti vel við ÍS en Valsliðið skipar gamli ÍS hópurinn. Með landsliðsmiðherjann Signýju Hermannsdóttur í broddi fylkingar eru Valskonur illar viðureignar. Valur getur unnið hvaða lið sem er í deildinni en þeirra helsti akkilesarhæll hefur verið stöðugleiki í mætingu hjá leikmannahópnum.

Signý Hermannsdóttir er vafalítið besti miðherji deildarinnar og ef Helga Jónasdóttir nær gamla taktinum verður Valsteigurinn sem múr. Úti á velli finnum við Tinnu B. Sigmundsdóttur sem bara kann ekki að hætta að berjast. Liðsmaður sem eflaust allir þjálfarar vilja hafa í sínum röðum. Ótaldar eru þær Þórunn Bjarnadóttir, Lovísa Guðmundsdóttir og hin síunga og úrræðagóða Hafdís Helgadóttir.

Samkvæmt leikmannalista Vals hefur Hanna B. Kjartansdóttir tekið fram skóna að nýju en hún gerði garðinn m.a. frægan með KR og Keflavík og hefur unnið til fjölda titla. Á blaði eru Valskonur til alls líklegar og unnu þær marga frækna sigra á síðustu leiktíð en misstu naumlega af úrslitakeppninni.

Ef mætingin er góð hjá Valskonum í vetur gæti þjálfari þeirra, Rob Hodgson, vel verið með spútniklið deildarinnar í höndunum.

Ritstjórn Karfan.is

{mosimage}

(Tinna B. Sigmundsdóttir)

Fréttir
- Auglýsing -