Út er kominn nýjasti þátturinn af Aukasendingunni, en gestur þáttarins er vélbyssukjafturinn Mummi Jones.
Farið er yfir fréttir vikunnar, orðið á götunni, sögulega gott ár Tryggva Snæs Hlinasonar, einkunnir fyrir fyrri hluta Bónus deildar karla og margt fleira.
Þá er einnig valið í úrvalslið íslenskra leikmanna í Bónus deild karla á þessum fyrri hluta tímabils í Bónus deild karla.
Úrvalsliðið er hægt að sjá hér fyrir neðan, en umræðu um valið er hægt að hlusta á í síðustu Aukasendingu. Þá er einnig hægt að heyra þar af hverju þeir Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan), Frank Aron Booker (Valur), Mario Matasovic (Njarðvík), Haukur Helgi Briem Pálsson (Álftanes), Friðrik Anton Jónsson (KR), Hilmar Pétursson (Keflavík), Sigtryggur Arnar Björnsson (Tindastóll), Jaka Brodnik (Keflavík), Veigar Páll Alexandersson (Njarðvík), Styrmir Jónasson (ÍA), og Ragnar Ágústsson (Tindastóll) voru ekki valdir, þrátt fyrir að hafa allir átt flott tímabil til þessa.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá úrvalslið íslenskra leikmanna fyrri hluta Bónus deildar karla 2025/26:
- Kári Jónsson (Valur)
- Bragi Guðmundsson (Ármann)
- Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (KR)
- Orri Gunnarsson (Stjarnan)
- Kristófer Acox (Valur)



