spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla46 stiga Stólasigur í Skógarseli

46 stiga Stólasigur í Skógarseli

ÍR tók á móti Tindastól í 3. umferð Bónus deildar karla.

ÍR vann síðast frækin sigur á Njarðvík í framlengdum leik og eru þar af leiðandi komin með einn sigur og eitt tap og koma því vel gíraðir í sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu.

Tindastóll er búið að vinna báða sína leiki á tímabilinu og eru líka í evrópukeppni og hafa unnið báðar sínar viðureignir þar. Þeir einfaldlega líta ógnvægilega út með Arnar sem nýjan þjálfara liðsins.

Byrjunarlið

ÍR: Tsotne, Falko, Klonaras, Hákon, Zarko.

Tindastóll: Basile, Badmus, Adomas, Júlíus, Ragnar.

Leikur

ÍR byrja leikhlutann betur setja þrjá þrista í röð og leiða 9-4 ekki leið á löngu að Arnar, Ivan og Geeks komu inná og stólarnir náðu að jafna leikinn og komast yfir. Leikurinn var jafnvægi eftir það og fyrsti leikhluti endaði ÍR 25-27 Tindastóll.

Tindastóll hitti svakalega í þessum fjórðung eða 100% í tveggja.

Annar leikhluti byrjaði á leikhléi hjá ÍR eftir 37 sekúndur þegar stólar voru komnir í 25-33 og Geeks á leið á vítalínuna.

Tindastóll eru hreinlega ógnvægilegir, þeir spiluðu á öllum sínum mönnum og voru lengi vel með 100% nýtingu í tveggja stiga skotunum sínum. ÍR gerðu vel að halda leiknum í 15 stiga mun. En fyrri hálfleikur endar ÍR 38-56 Tindastóll. Falko ekki með stig eftir aðeins eina skot tilraun í fyrri hálfleik sem er saga til næsta bæjar.

Stólarnir eru að hitta vel 62% skotnýting á meðan ÍR er að hitta 40% og þar liggur munurinn. 

Auk þess sem að Tindastóll lítur alveg svakalega vel út með 10 manna rotation. Hvað getur maður sagt nema að ÍR er lið sem hættir aldrei og þeir eru ekki að fara að gera það núna.

Þegar þriðji leikhluti er hálfnaður er munurinn orðinn 27 stig og Ragnar stelur boltanum treður og kveikir í húsinu. Það er svakaleg mæting úr Skagafirðinum sem er frábært að sjá og gefur því meira vægi að það eigi að leika fleiri leiki á föstudögum.

Gestirnir eru ekkert að slaka á nýtingunni hjá sér sem er um 60% og Falko komin á bekkin hjá ÍR stigalaus.

Staðan þegar við förum inní fjórða leikhluta er ÍR 51-81 Tindastóll 30 stiga munur. Það er lítið sem ÍR getur gert og þegar 3 mínútur eru eftir af leiknum setur Arnar þrist og kemur muninum í 41 stig. En ÍR ingar leggjast ekkert niður það er bara halda áfram sem þeir gera. 

Tindastóll er bara númeri of stórir eins og er og leikurinn endar ÍR 67-113 Tindastóll

Tindastóll var með 57% skotnýtingu. 142 í framlag og spila á 10 mönnum og sex af þeim með yfir 10 stig. Hvað er hægt að segja. ÍR verða bara að setja hausinn upp og áfram í næsta leik.

Atkvæðamestir

ÍR: Klonaras 19 stig og 8 fráköst sem skilaði 20 í framlag en samtals var ÍR liðið með 56 í framlag.

Tindastóll: Arnar Björnsson 22 stig 17 frl. Basile 15 stig 20 frl Ragnar 20 stig og 23 í framlag.

Hvað svo? 

Tindastóll á útileik á móti Njarðvík á meðan ÍR fara á sinn uppáhaldsstað í Garðabæinn þar sem þeir hitta vini sína í Stjörnunni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -