Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem LeBron James fór fyrir sínum mönnum í Cleveland með 41 stig í sigri gegn Portland TrailBlazers. Lokatölur leiksins voru 94-106 Cleveland í vil á heimavelli Portland.
LeBron var ekki fjarri þrennunni þar sem hann tók líka 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í leiknum. Brandon Roy gerði 34 stig í liði Portland, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Önnur úrslit næturinnar:
Toronto 107-114 Boston
Washington 110-115 New Orleans
LA Clippers 94-84 Miami
San Antonio 97-85 New Jersey
LA Lakers 95-77 Milwaukee



