Eftirlitsstofnun EFTA gaf í dag út tilkynningu þar sem fram kemur að reglur Körfuknattleikssambands Íslands um körfuboltamót brjóti gegn reglum evrópska efnahagssvæðisins (EES). Frá þessu greinir RÚV.is fyrr í dag.
Eftirlitsstofnunin gerir athugasemd við reglur KKÍ um erlenda leikmenn þar sem einungis einn leikmaður með erlent ríkisfang má vera inná vellinum hverju sinni hjá liði. Þetta telur eftirlitsstofnunin vera mismunun gegn leikmönnum. Kvörtun mun hafa borist til EES í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram frá hverjum sú kvörtun er komin.
Frekar má lesa um málið á heimasíðu RÚV.is.
Á sömu síðu kemur fram að Hannes S. Jónsson hafði enga vitneskju um kvörtunina fyrr en fyrir um tveimur vikum síðan en íslensk stjórnvöld voru látin vita í september 2016. „Þetta beinist líka að íslenska ríkinu þannig að við þurfum væntanlega að funda með því. Ég geri ráð fyrir því að einhver frá hinu opinbera boði okkur til fundar í næstu viku og við förum yfir málin og þetta verður skoðað í rólegheitum“ sagði Hannes í samtali við RÚV.
Mynd/ Ómar Örn Ragnarsson