spot_img
HomeFréttir40 ára bið Warriors á enda

40 ára bið Warriors á enda

Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers munu leika til úrslita um NBA meistaratitilinn þessa leiktíðina eftir að Warriors lögðu Houston Rockets 4-1 í úrslitum vesturstrandarinnar. Liðin áttust við í sínum fimmta leik í nótt þar sem Warriors fóru með 104-90 sigur af hólmi. 40 ára bið Warriors eftir þátttöku í úrslitum NBA er þar með á enda!

Stephen Curry leiddi Warriors í nótt með 26 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en Dwight Howard fór fyrir Houston með 18 stig og 16 fráköst. Kaninn er þegar byrjaður í fyrirsagnaleiknum og ein slík segir komandi rimmu Cleveland og Golden State vera slag LeBron James og Stephen Curry og svona mála þeir þetta upp: „King James vs. the Baby-Faced Assassin.“ Þeir kunna þetta þarna vestanhafs.

Sjálf úrslitin hefjast þann 4. júní þar sem Golden State verður með heimaleikjaréttinn en hér að neðan er sjálf leikadagskrá úrslitanna:

4. júní – Golden State-Cleveland
7. júní – Golden State-Cleveland
9. júní – Cleveland-Golden State
11. júní – Cleveland-Golden State
14. júní – Golden State-Cleveland – ef þarf
16. júní –  Cleveland-Golden State – ef þarf
19. júní – Golden State-Cleveland – ef þarf

Golden State vesturstrandarmeistari í NBA – draugsýn
 

Íþróttafrétta-haukurinn Sigurður Elvar Þórólfsson er kátur í dag:
 

Fréttir
- Auglýsing -