spot_img
HomeFréttir4 dagar í Eurobasket - Dirk kveður

4 dagar í Eurobasket – Dirk kveður

Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 4 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð. 

 

Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn sterku liði Grikklands. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.

 

Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Í dag eru einungis fjórir dagar í mótið og ekki laust við að mikil eftirvænting sé komin í stuðningsmenn. Til að stytta biðina rifjum við upp er Dirk Nowitzki kvaddi landsliðið á síðasta Eurobasket.

 

Á Eurobasket 2015 lék Ísland gegn Þýskalandi en Þýskaland vann í spennuleik. Goðsögnin Dirk Nowitzki leikmaður Dallas Mavericks lék þar með en þetta var síðasta mót hans fyrir landsliðið. Karfan.is náði mögnuðu myndbandi af Dirk er hann kvaddi stuðningsmenn á þeirra heimavelli á hjartnæman hátt. Myndbandið er það vinsælasta í sögu Karfan.is með nærri 60.000 áhorf. 

 

Einnig má finna viðtal Skúla B. Sigurðssonar við Dirk Nowitzki eftir sigur Þýskalands á Íslandi. 

 

Fréttir
- Auglýsing -