spot_img
HomeFréttir4 dagar í EuroBasket!

4 dagar í EuroBasket!

Í dag eru 4 dagar þangað til EuroBasket veislan hefst. Íslenska landsliðið er mætt til Berlínar og er þegar búið að spóka sig um í Borginni, m.a. rölta í nágrenni Brandenborgarhliðsins.

Kristinn Geir Pálsson íþróttafulltrúi KKÍ er umsjónarmaður íslenska landsliðsins úti í Berlín en hann segir hópinn í góðu yfirlæti í borginni. 

„Hér eru allir góðir, æfing í dag í Max-Schmeling Halle og menn klárir í það. Andinn er góður enda allt topp drengir hér á ferð og góðir félagar,“ sagði Kristinn og Þjóðverjinn er að gera þetta með stæl. 

„Maturinn og hótelið er fyrsta flokks og rútan ekki slæm sem liðið hefur til afnota á meðan mótinu stendur. Þá tekur maður einnig eftir áhuganum í borginni, auglýsingar úti um allt og fólk virkilega áhugasamt um leikmennina,“ sagði Kristinn við Karfan.is í morgun. 

Mynd/ KKÍ – Frá vinstri: Martin Hermannsson, Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson og Haukur Helgi Pálsson. 

Fréttir
- Auglýsing -