Karfan.is, Leikbrot, Eggert Baldvinsson og Víkurfréttir kynna uppgjörsþátt leiktíðarinnar 2009-2010. Við fengum góða gesti í heimsókn og ræddum leiktíðina en á meðal gesta voru gull- og silfurþjálfararnir í Iceland Express deildum karla og kvenna, leikmennirnir Ægir Þór Steinarsson og Signý Hermannsdóttir, fræðingarnir Svali Björgvinsson og Baldur Beck og síðastur en alls ekki sístur er formaður KKÍ Hannes Sigurbjörn Jónsson.
Þegar viðtölin við Inga Þór og Guðjón voru tekin upp hafði Hlynur Bæringsson skrifað undir tveggja ára samning við Snæfell en nokkrum dögum síðar samdi hann við sænska liðið Sundsvall Dragons eins og þegar hefur komið fram hér á Karfan.is



