spot_img
HomeFréttir39 lið skráð til leiks í EuroCup karla

39 lið skráð til leiks í EuroCup karla

12:09

{mosimage}

Skráningu er nú lokið í Evrópukeppnir FIBAEurope. Íslandsmeistarar KR taka þátt í EuroCup karla og eru 39 lið skráð til leiks hvaðanæva úr Evrópu. Þarna er að finna mörg félög sem eru Íslendingum að góðu kunn eftir þátttöku Keflavíkur og Njarðvíkur í Evrópukeppnum undanfarin ár.

 

Ekki er enn ljóst hvernig form keppninnar verður en 2 undankeppnir verða til að fækka liðum niður í 16 en þá verður liðunum skipt í 4 fjögurra liða riðla. Líklegt er að í fyrstu umferð verði fækkað um 7 lið til að eftir standi 32 lið sem leika svo útsláttarkeppni um að komast í 16 liða úrslitin.

Það er því enn ekki ljóst hvenær KR ingar hefja þátttöku en reikna má með að keppnin hefjist í lok október. 

Dregið verður í keppninni sunnudaginn 5. ágúst í Munchen. 

Danska liðið Bakken bears er með þetta árið en þeir voru í riðli með Keflvíkingum fyrir nokkrum árum en þá var þjálfari þess Geoff Kotila sem nú þjálfar Snæfell. Þá var nýráðinn þjálfari Skallagríms, Ken Webb, aðstoðarþjálfari liðsins fyrir nokkrum árum. Auk þess er að finna nokkur önnur sem hafa mætt Keflavík og Njarðvík, t.d. finnska liðið Lappeenranta en Friðrik Stefánsson lék með því um tíma. Þá eru þarna úkraínsku liðin Dnipro og Cherkasky auk Eistanna í Tartu og sigurvegara EuroCup Challenge á síðasta ári í Samara. 

Ef farið er í landafræðina þá eru þarna eitt sænskt lið, Plannja Basket, auk áðurnefndar norðurlandaliða. 

En hér má sjá listann

Dexia Mons-Hainaut (Belgía)

Kosarkaski Klub Igokea (Bosnía og Hersevgónía)

Spartak-Pleven (Búlgaría)

Bakken Bears Aarhus (Danmörk)

Tartu University/Rock (Eistland)

Team Lappeenranta (Finnland)

Cholet Basket (Frakkland)

BCM Gravelines Dunkerque (Frakkland)

BC Energy Invest (Georgía)

Olympias Patras (Grikkland)

Olympia BC S.A. (Grikkland)

PAOK BC (Grikkland)

Maroussi BC Athens (Grikkland)

AEK BC Athens (Grikkland)

Amsterdam Astronauts (Holland)

KR (Ísland)

Ironi Iscar Nahariya (Ísrael)

KK Zagreb (Króatía)

Cedevita (Króatía)

Proteas EKA AEL (Kýpur)

Keravnos Nicosia (Kýpur)

APOEL Nicosia (Kýpur)

BC Barons/LMT (Lettland)

BC Strumica 2005 (Makedónía)

U-MobiTelco Cluj Napoca (Rúmenía)

Elba Timisoara (Rúmenía)

Lokomotiv Rostov (Rússland)

CSK VVS-Samara (Rússland)

BC Spartak-Primorye  (Rússland)

Spartak St. Petersburg (Rússland)

Ural Great Perm (Rússland)

KK Zlatorog Lasko (Slóvenía)

Plannja Basket (Svíþjóð)

BK Prostejov (Tékkland)

Banvit BC (Tyrkland)

BC Khimik Yuzhny (Úkraína)

Cherkasy Basket (Úkraína)BC Dnipro (Úkraína)

Odessa BC (Úkraína)

 

 

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -