spot_img
HomeFréttir3850 pizzu sneiðar afgreiddar!

3850 pizzu sneiðar afgreiddar!

 Enn eitt Nettómótið fór fram um helgina síðastliðnu en mótið halda Njarðvíkingar og Keflvíkingar í sameiningu. Mótið er nú orðið kvart hundrað ára gamalt en þetta var 25. skiptið sem mótið er haldið.  1095 þáttakendur voru mættir að þessu sinni frá 23 félögum. 189 lið mættu til leiks og spiluðu á milli sín 444 leiki.  Hreint ótrúlegar tölur en þrátt fyrir þetta fækkaði þáttakendum í  mótinu frá því í fyrra. “Þetta er fyrsta árið sem við erum ekki með 11 ára árgang en við urðum að fækka aðeins niður þar sem að mannvirki bæjarins ráða einfaldlega ekki við meira. En mótið gekk að mér best vitandi snuðrulaust fyrir sig. Þetta er orðin vel smurð vél sem nánast allir í bæjarfélaginu taka þátt í á einn eða annan hátt og vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim  sem lögðu hönd á plóg enn eitt árið.” sagði Falur Harðarson sem hefur staðið í ströngu ásamt heljarinar teymi við skipulagningu mótsins. 
 
 
Lokamáltíð mótsins í hádeginu á sunnudeginum var að venju pizza fyrir svanga leikmenn og í þetta skiptið voru afgreiddar heilar 3850 sneiðar!
 
Myndasafn frá mótinu er hægt að skoða hér. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -