Grindavík lagði Ármann nokkuð örugglega í kvöld í 11. umferð Bónus deildar kvenna, 70-106.
Eftir leikinn er Grindavík í efsta sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Ármann er í 9. sætinu með 2 stig það sem af er tímabili.
Leikur kvöldsins var nokkur einstefna frá fyrstu mínútu leiksins til þeirrar síðustu. Grindavík jók hægt en örugglega við mun sinn eftir því sem leið á. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þær með 7 stigum, 24 stigum í hálfleik og 39 stigum fyrir lokaleikhlutann.
Nokkuð eðlilega hægðist á öllu á lokamínútum leiksins þar sem úrslitin virtust næsta öruggt ráðin. Ármenningum tekst þó að vinna lokaleikhlutann með þremur stigum og var niðurstaðan að lokum því 36 stiga sigur toppliðs Grindavíkur.
Stigahæstar í liði heimakvenna í kvöld voru Ragnheiður Björk Eiríksdóttir með 15 stig og Khiana Johnson með 12 stig.
Fyrir Grindavík átti Ellen Nystrom frábæran leik með 42 stigum og Abby Beeman bætti við 25 stigum.
Ármann: Ragnheiður Björk Einarsdóttir 15/4 fráköst, Khiana Nickita Johnson 12, Jónína Þórdís Karlsdóttir 11/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dzana Crnac 11, Nabaweeyah Ayomide McGill 9/6 fráköst, Cirkeline Sofie Mehrenst Rimdal 4, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 2, Brynja Benediktsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Auður Hreinsdóttir 0, Ísabella Lena Borgarsdóttir 0.
Grindavík: Ellen Nystrom 42/7 fráköst, Abby Claire Beeman 25/9 fráköst/12 stoðsendingar, Farhiya Abdi 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 9, Ólöf María Bergvinsdóttir 6, Þórey Tea Þorleifsdóttir 5/4 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 3, María Sóldís Eiríksdóttir 0.



