Tindastóll hafði betur gegn Ármanni í Laugardalshöllinni í kvöld í sjöttu umferð Bónus deildar karla, 77-110.
Eftir leikinn er Tindastóll með fimm sigra eftir fyrstu sex umferðirnar á meðan Ármann leitar enn að fyrsta sigur sínum.
Ljóst var frá fyrstu mínútu að gestirnir úr Skagafirði myndu selja sig dýrt til að vinna leik kvöldsins gegn nýliðum Ármanns. Nokkuð örugglega byggja þeir upp forystu sem er 18 stig eftir fyrsta leikhluta og 20 stig í hálfleik.
Í upphafi seinni hálfleiksins ná Stólarnir svo enn að bæta í og eru mest 28 stigum yfir um miðbygg þriðja fjórðungsins. Munurinn þó 19 stig fyrir lokaleikhlutann. Í honum gera gestirnir vel að halda í genginn hlut, bæta aðeins við og sigra að lokum gífurlega örugglega, 77-110.
Stigahæstir fyrir Ármann í leiknum voru Bragi Guðmundsson með 24 stig og Arnaldur Grímsson með 15 stig.
Fyrir Stólana var stigahæstur Ivan Gavrilovic með 23 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson með 22 stig.



