spot_img
HomeFréttir33 stig Thomas voru ekki nóg fyrir Celtics

33 stig Thomas voru ekki nóg fyrir Celtics

 

Seinni fjórar viðureignir 16 liða úrslita NBA deildarinnar fóru af stað í gær og í nótt. Úrslitin mikið til eftir bókinni þar sem að Washington Wizards sigruðu Atlanta Hawks, Golden State Warriors sigruðu Portland Trail Blazers og Houston Rockets lið Oklahoma City Thunder. Nokkuð óvænt hinsvegar, sigruðu Chicago Bulls lið Boston Celtics. Bulls að koma inn í úrslitakeppnina úr áttunda sætinu gegn Celtics í því fyrsta í þessari fyrstu umferð.

 

Mikið hafði verið rætt og ritað um mögulega þátttöku stjörnuleikmanns Boston Celtics, Isaiah Thomas í einvíginu. Thomas var með í leik gærkvöldsins og þrátt fyrir tap, skilaði hann flottu framlagi, 33 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Atlanta Hawks 107 – 114 Washington Wizards

Wizards leiða einvígið 1-0

 

Portland Trail Blazers 109 – 121 Golden State Warriors

Warriors leiða einvígið 1-0

 

Chicago Bulls 106 – 102 Boston Celtics

Bulls leiða einvígið 1-0

 

Oklahoma City Thunder 87 – 118 Houston Rockets

Rockets leiða einvígið 1-0

Fréttir
- Auglýsing -