spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvenna31 stigs sigur Vals í N1 höllinni

31 stigs sigur Vals í N1 höllinni

Valur lagði Hamar/Þór í N1 höllinni í kvöld í 12. umferð Bónus deildar kvenna, 98-67.

Eftir leikinn er Valur í 2. til 5. sætinu með 16 stig á meðan Hamar/Þór er í 9. til 10. sætinu með 2 stig.

Leikar voru nokkuð jafnir á upphafsmínútunum og munaði aðeins tveimur stigum á liðunum að fyrsta leikhluta loknum, 22-20. Það er ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem heimakonur í Val ná að hlaða í áhlaup og slíta sig almennilega frá gestunum, munurinn 15 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 49-34.

Í upphafi þriðja leikhluta nær Valur að láta kné fylgja kviði og fara með forskot sitt í 23 stig fyrir lokaleikhlutann, 68-45. Eftirleikurinn virtist einfaldur fyrir heimakonur, sem vinna leikinn að lokum gífurlega örugglega, 98-67.

Stigahæstar fyrir Hamar/Þór í leiknum voru Jadakiss Guinn með 28 stig og Mariana Duran með 10 stig.

Fyrir Val var stigahæst Alyssa Cerino með 21 stig og Reshawna Stone bætti við 16 stigum.

Tölfræði leiks

Valur: Alyssa Marie Cerino 21/9 fráköst, Reshawna Rosie Stone 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sara Líf Boama 13/10 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Þóranna Kika Hodge-Carr 9/6 stoðsendingar, Hanna Gróa Halldórsdóttir 9, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/12 fráköst, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 4, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Berta María Þorkelsdóttir 2, Fatima Rós Joof 1.


Hamar/Þór: Jadakiss Nashi Guinn 28/5 fráköst, Mariana Duran 10/12 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 9, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 7/4 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 3, Guðrún Anna Magnúsdóttir 3, Jovana Markovic 3/10 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 2, Elín Sara Magnúsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Sólveig Grétarsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -