spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 202131 stig Söru Rúnar ekki nóg gegn sterku liði Búlgaríu

31 stig Söru Rúnar ekki nóg gegn sterku liði Búlgaríu

Ísland tapaði í dag seinni leik landsleikjagluggans í Grikklandi fyrir Búlgaríu, 74-53. Búlgaría því komið með tvo sigra í riðlinum á meðan að Ísland leitar enn að þeim fyrsta eftir fyrstu fjóra leikina, en næstu leikir fara fram í febrúar.

Leikur dagsins var aldrei neitt sérlega spennandi. Búlgaría náði strax á upphafsmínútunum nokkuð þægilegu forskoti, voru 14 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-7. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo við forystuna, staðan 44-21 þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Nokkuð annað var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiksins. Íslandi tókst þó ekki að vinna muninn niður meira en eitt stig í þriðja leikhlutanum, forskot Búlgaríu 22 stig fyrir lokaleikhlutann, 60-38. Í honum gerði íslenska liðið svo áfram vel í að halda í við Búlgaríu, en náðu þó ekki að vinna muninn niður. Lokatölur 74-53.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Sara Rún Hinriksdóttir með 31 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot, en hún lék allar mínútur leiksins.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -