spot_img
HomeFréttir3. sæti: KR

3. sæti: KR

16:55 

{mosimage}

 

 

 

Þrátt fyrir að tveir öflugir leikmenn hafi yfirgefið herbúðir KR-inga, Steinar Kaldal og Níels Dungal, hefur Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, á nokkuð breiðum og sterkum hóp að skipa.

 

KR tapaði naumlega gegn Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins í leik þar sem sigurinn hefði getað dottið báðum megin. Hjá Karfan.is segir okkur svo hugur að KR geri sterkt tilkalla í alla titla sem í boði verða í vetur. Benedikt Guðmundsson þarf ekki að kynna sem þjálfara en skemmst er að minnast þeirra verka sem hann vann í Grafarvogi og því vel skiljanlegt að forráðamenn KR hafi barist fyrir endurkomu hans í vesturbæinn.

 

Landsliðsmiðherjinn Fannar Ólafsson gat ekki beitt sér að fullu á síðustu leiktíð sökum meiðsla en ef hann nær toppformi með KR í vetur gæti hann borið liðið um langan veg. Brynjar Þór Björnsson er einnig reiðubúinn til að láta enn meira að sér kveða í deildinni og þá eru erlendu leikmenn KR-inga ekki af verri endaum.

 

Leikstjórnandinn Tyson Patterson er fín skytta og snöggur leikmaður og þá er Jeremiah Sola sterkur á blokkinni og má t.d. nefna að Njarðvíkingar réðu lítið sem ekkert við hann í Powerade bikarnum. Peter Heizer er smávægilegt spurningamerki en hann sýndi fína takta í leiknum gegn Njarðvík.

 

{mosimage}

 

Fyrir skemmstu gekk Gunnar Stefánsson í raðir KR en hann kemur með nokkra reynslu inn í liðið enda margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík. Gunnar er baneitruð skytta og á eftir að setja þá nokkra þristana í vetur.

 

Leikmannahópur KR

 

Brynjar Þór Björnsson    

Fannar Ólafsson    

Skarphéðinn Ingason    

Hafþór Björnsson    

Pálmi Sigurgeirsson    

Tyson Patterson    

Jeremiah Sola    

Peter Heizer    

Ólafur Ægisson    

Darri Hilmarsson    

Ellert Arnarson    

Gunnar Stefánsson    

Bjarki Oddsson    

Heiðar Lind Hansson    

Eyþór Magnússon    

 

Langt er um liðið síðan KR nældi sér bikar og þar á bæ eru menn orðnir nokkuð hungraðir. KR-ingum er að þessu sinni spáð 3. sæti eins og áður hefur komið fram en það er einmitt sætið sem KR var í á síðustu leiktíð að lokinni deildarkeppni. Ákveðinn herslumunur hefur skilið KR frá Suðurnesjaliðunum að undaförnu en vel gæti verið að Bendikt næði að berja sína leikmenn saman og kreist út þennan herslumun og kannski fært einhverja titla í Reykjavíkina.

 

Myndir: [email protected]

 

 

4. sæti: Skallagrímur

Fréttir
- Auglýsing -