spot_img
HomeFréttir3. sæti: Grindavík

3. sæti: Grindavík

15:00
{mosimage}

(Ingibjörg Jakobsdóttir)

Það vantar ekki efniviðinn í Grindavíkurliðið og nú strax binda gular miklar vonir við bakverðina sína ungu þær Ingibjörgu Jakobsdóttur og Írisi Sverrisdóttur. Reynsluboltarnir, Petrúnella, Jovana og Ólöf munu þó þurfa að eiga sterka leiktíð og síðast en ekki síst miðherjarnir/framherjarnir Helga Rut Hallgrímsdóttir og Lilja Ósk Sigmarsdóttir.

Grindvíkingar eiga bikarmeistaratitil að verja í ár en þær lögðu Hauka í spennandi úrslitaleik í Laugardalshöll á síðustu leiktíð. Þeirra helstu vandræði verða í teignum þar sem hæsti leikmaður liðsins er aðeins 180 sm. að hæð

Pétur Rúrik Guðmundsson tók við liðinu í sumar en Igor Beljanski þjálfaði liðið á síðustu leiktíð. Pétur er öllum hnútum kunnugur í Grindavík og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla í Röstinni.

Bakverðirnir koma í kippum í Grindavík en teigurinn verður þeim þungur. Þannig má áætla að Pétur leggi upp með hraðan leik hjá Grindavík en hann mun örugglega sakna sárt Ölmu Rutar Garðarsdóttur sem í sumar meiddist á hné og verður líklegast ekkert með í vetur.

Ritstjórn Karfan.is

{mosimage}
(Jovana Lilja Stefánsdóttir)

Fréttir
- Auglýsing -