spot_img

Bakvörður Keflavíkur Hörður Axel Vilhjálmsson var í dag dæmdur í eins leiks bann fyrir brottrekstur sinn í lokaleik deildarkeppni Subway deildarinnar gegn Njarðvík. Mun hann því vera í banni í fyrsta leik átta liða úrslita úrslitakeppni deildarinnar, þar sem að Keflavík mun etja kappi við Tindastól.

Agamál 80/2022-2023

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hörður Axel Vilhjálmsson, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Njarðvíkur, Subwaydeild karla, sem fram fór þann 30. mars 2023.

Bannið sem slíkt ekki óeðlilegt miðað við brottrekstur úr húsi, en Keflvíkingar voru ekki á eitt sáttir með sjálfan brottreksturinn og fannst leikmaður sinn illa svikinn. Þeir sendu því inn greinagerð til aga- og úrskurðanefndar þar sem þeirra hlið málsins var rakin.

Fréttir
- Auglýsing -