spot_img
HomeFréttir27 stiga tap fyrir sterku liði Grikkja

27 stiga tap fyrir sterku liði Grikkja

{mosimage}

(Sigmar Logi)

 

Íslensku strákarnir hófu leikinn sterkt á móti Grikkjum í gær og höfdu frumkvæðið í fyrsta leikhluta, staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-18 Ísland í vil. Sigmar Logi Bjornsson var stigahaestur med 14 stig.

 

Í öðrum leikhluta náðu Grikkirnir mikid af hraðupphlaupum og höfðu 36-25 forystu í hálfleik. Allir leikmenn Íslenska liðsins fengu góð tækifæri, en Hjörtur Halldórsson meiddist þegar að hann tók ruðning og fór hann beint í röntgenmyndatöku og er óvíst hvað kom fyrir viðbeini í honum.

 

Í þriðja leikhluta náðu Grikkir sem eru með öfluga stráka að bæta við forystuna og náðu þeir 23 stiga forystu eftir þrjá leikhluta 64-41.

 

Í fjórða leikhluta börðust íslensku strákarnir vel áfram, einsog þeir eru þekktir fyrir og endaði leikurinn með 27 stiga tapi 95-68.

 

Frétt og mynd af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -