Það hefur löngum verið talið að það að verða NBA meistari vegi mun meira heldur en að spila sjálfa deildarkeppnina eða jafnvel setja einhver met þrátt fyrir að áhorfendur og íþróttamenn reyni að segja annað. Þegar þú hugsar um leikmann á borð við Michael Jordan þá hugsar maður fyrst og fremst um þá sex titla sem hann vann eða þá staðreynd að hann var 14 sinnum valinn í stjörnuliðið. Sama á við um Bill Russell, einn besta miðherja sem deildin hefur alið, og hans 11 meistarahringa.
Það má ekki gleyma hetjum á borð við Charles Barkley, Patrick Ewing og fleirum sem taldir hafa verið bestu leikmenn deildarinnar en aldrei orðið þeirra gæfu njótandi að lyfta meistaragripnum og bera titilhring. En hvað með alla þá leikmenn sem hægt er að setja á hinn enda gæðaskalans sem náð hafa að sigra einn, tvo og jafnvel þrjá titla og eiga allt að þakka liðsfélögum sem teknir hafa verið inn í frægðarhöllina?
Þessir leikmenn eru þó nokkrir og þó kannski fáir þekki Adam Morrison, sem sá aðallega um að hita bekkinn og sveifla handklæðum hjá Lakers, vann kauði titilinn með Lakers tvö ár í röð. Hér á eftir ætlum við að telja upp þá 25 „verstu“ leikmenn deildarinnar sem unnið hafa NBA titil að mati Complex Sports.
25. Stephen Jackson
Ferill í árum: 13: 2000-
Ár sem meistari: 2003 (Spurs)
Tölfræði: 15.3 stig 3.1 stoðsendingar 3.9 fráköst
Nú spyr einhver af hverju Stephen Jackson, sem er þekktur fyrir að vera einn af lykilmönnum Spurs í sigrinum 2003, sé á lista yfir þessa menn? Hann getur jú smellt niður einhverjum körfum þegar þörf er á en þú veist aldrei hvenær hann tekur upp á því að tapa 26 boltum í sex leikja seríu eða ráðast upp í stúku og láta einhvern áhorfendan finna fyrir því. Utan vallar vesenið sem hann hefur komið sér í hefur sett blett á feril hans og sökum stöðugs vesens hefur hann verið færður frá einu liði í annað. Nýjasta dæmið er síðan 12 apríl en hann var þá fluttur frá Spurs vegna ágreinings um hlutverk hans hjá liðinu.
24. DeShawn Stevenson
Ferill í árum: 13: 2000-
Ár sem meistari: 2011 (Mavericks)
Tölfræði: 7.2 stig 1.6 stoðsendingar 2.2 fráköst
Þegar maður vinnur meistaratitil er ekkert óvenjulegt að fagna. DeShawn Stevenson fór hins vegar með þetta alla leið og lét handtaka sig fyrir að vera drukkinn á almannafæri tveimur dögum eftir að hafa lyft þeim stóra.Hann var ekki að gera neitt rangt að hans mati en það má hafa það í huga að Stevenson er með Abraham Lincoln flúraðan á barkakýlið á sér og sagðist vera betri leikmaður en LeBron James.
23. Spencer Haywood
Ferill í árum: 11: 1970-1980, 1981-1983
Ár sem meistari: 1980 (Lakers)
Tölfræði: 19.2 stig 1.8 stoðsendingar 9.3 fráköst
Ef horft er á tölfræðina hjá Haywood þá virkar þetta alveg eins og gaur sem þú vilt hafa í liðinu þínu, ekki satt? Ekki ef þú þjálfar liðið. Eftir að hafa fallið í yfirlið vegna kókaínfíknar á æfingu fyrir leik eitt í úrslitunum 1980 og aðeins kreist fram tvö stig í leik tvö fékk Paul Westhead, þáverandi þjálfari, nóg og rak hann í einu úrslitakeppninni sem hann tók þátt í. Haywood var það reiður að hann fékk mafíuna til að ganga frá Westhead en dró það til baka á endanum. Menn gera ráð fyrir því að ástæða þess að hann lét hætta við morðið sé sú að Haywood fékk meistarahring eins og aðrir leikmenn liðsins.
22. Will Perdue
Ferill í árum: 13: 1988-2001
Ár sem meistari: 1991 (Bulls), 1992 (Bulls), 1993 (Bulls), 1999 (Spurs)
Tölfrði: 4.7 stig 0.8 stoðsendingar 4.9 fráköst
Hvað nær maður að afreka ef maður er með tölur undir fimm í öllum tölfræðiþáttum nema í spiluðum mínútum? Ef þú ert Will Perdue þá skilar það þér fjórum titlum. Ekki segja að MJ hafi gert þetta allt saman fyrir hann, Tim Duncan og David Robinson hjálpuðu líka.
21. Dickey Simpkins
Ferill í árum: 7: 1994-2001
Ár sem meistari: 1996 (Bulls), 1997 (Bulls), 1998 (Bulls)
Tölfræði: 4.2 stig 0.9 stoðsendingar 3.6 fráköst
Áður en úrslitakeppnin 1998 gekk í garð átti Dickey Simpkins þegar orðið tvo meistarahringa. Óheppilega fyrir Simpkins var hann ekki á leikmannalista Bulls hvorugt árið á undan. Hann fékk þó sitt tækifæri ´98 en skilaði aðeins af sér 1.2 stigum og 1.0 frákasti í leik í þriðja sigri Bulls á þremur árum.
20. Jackie Robinson
Ferill í árum: 3: 1978-1980, 1981-1982
Ár sem meistari: 1979 (SuperSonics)
Tölfræði: 3.8 stig 0.6 stoðsendingar 1.2 fráköst
Jackie Robinson hjálpaði Seattleliðinu að komast í úrslit 1979 og það hefði verið gott að geta sagt að þessi 3.8 stig að meðaltali hafi haldið áfram að koma frá honum í úrslitunum en það gerði það ekki, hann spilaði ekki leik.
19. Mengke Bateer
Ferill í árum: 3: 2001-2004
Ár sem meistari: 2003 (Spurs)
Tölfræði: 3.4 stig 0.6 stoðsendingar 2.5 fráköst
Þegar maður hugsar um kínverska NBA leikmenn þá poppar Yao Ming strax upp í hugann og mögulega Wang Zhizhi á eftir honum. Það var hins vegar Mangke Bateer sem var fyrsti kínverki leikmaðurinn til að byrja inn á í NBA leik. Á þessum sögulega viðburði tókst Bateer að skora fjögur stig með 28% hittni, nýtti allar villurnar sínar og Denver Nuggets töpuðu með 25 stigum. Bateer var jafnframt fyrsti kínverski leikmaðurinn til að vinna titilinn en sat átakalaust á bekknum hjá Spurs allan tímann.
18. Ronny Turiaf
Ferill í árum: 8: 2005-
Ár sem meistari: 2012 (Heat)
Tölfræði: 4.7 stig 1.3 stoðsendingar 3.6 fráköst
Ronny Turiaf er miðherji sem aldrei hefur náð 5 fráköstum eða meira að meðaltali í deildinni. Í fyrstu ferð sinni í úrslitin, með Lakers 2008, náði hann að fá á sig fleiri villur en hann skoraði stig. Hann var svo aftur mættur með Heat 2012 og var kastað í byrjunarliðið eftir að Chris Bosh þurfti frá að hverfa í leik fimm. Heat náði að halda lífi og Turiaf var kastað beint á bekkinn þegar Bosh snéri til baka. Eina skiptið sem Turiaf kom inn á var í þessum leik þar sem hann spilaði þrjár mínútur og skoraði ekkert.
17. Brian Cardinal
Ferill í árum: 12: 2000-2012
Ár sem meistari: 2011 (Mavericks)
Tölfræði: 4.6 stig 1.0 stoðsendingar 2.3 fráköst
Eftir að hafa spilað með sex mismunandi liðum og þar af einu í Evrópu birtist Brian Cardinal með ótrúlega nýtingu í úrslitunum 2011 eða 66,7% og aðstoðaði Dallasliðið við að tryggja sér titilinn. Liðið hélt honum tímabilið á eftir og var að vonast til að hann myndi vaxa sem leikmaður en hann kláraði sitt síðasta tímabil með aðeins 25% nýtingu. Stóra spurningin er hvort sé vandræðalegra að klikka úr 75% skota sinna eða vera skipt út fyrir Darko Milicic.
16. Randy Brown
Ferill í árum: 12: 1991-2003
Ár sem meistari: 1996 (Bulls), 1997 (Bulls), 1998 (Bulls)
Tölfræði: 4.8 stig 2.2 stoðsendingar 1.8 fráköst
Sem partur af seinni þremur titlum Bulls á Jordantímabilinu setti Randy Brown nafn sitt á úrslitin 1996 til að vera fyrsti liðsfélaginn af bekknum til að fagna titlinum með Jordan. Brown getur svo notað myndirnar sem teknar voru af honum fagna til að minna fólk á ótrúleg afrek hans en hann seldi meistarahringana sína árið 2009 eftir að hafa skráð sig gjaldþrota.
15. Scot Pollard
Ferill í árum: 11: 1997-2008
Ár sem meistari: 2008 (Celtics)
Tölfræði: 4.4 stig 0.4 stoðsendingar 4.6 fráköst
Þegar Scot Pollard segir fóki frá NBA ferli sínum getur hann sagt fólki að hann hafi farið í úrslitakeppnina öll árin sín fyrir utan það fyrsta og náð hápunkti þegar hann fór alla leið með Boston 2008. Pollard kom þó ekkert inn á í úrslitunum og er sennilegast þekktastur fyrir að vera gaurinn sem sagði „Heyr krakkar, ekki nota eiturlyf“ í leikhléi árið 2007
14. Scott Hastings
Ferill í árum: 11: 1982-1993
Ár sem meistari: 1990 (Pistons)
Tölfræði: 2.8 stig 0.5 stoðsendingar 2.2 fráköst
Menn sem eignast meistarahringa eru oft gaurarnir sem setja einhverskonar met. Scott Hastings, fyrrum leikmaður Detroit Pistons, er enginn utantekning en hann leiðir metið í því að spila 65 leiki í röð án þess að stela boltanum. Það hljómar kannski ekkert merkilegt þar sem ótrúlegur fjöldi leikja er spilaður á hverju tímabili í NBA deildinni en í tilviki Hastings tók það þrjú ár að spila leikina 65.
13. Luke Walton
Ferill í árum: 10: 2003-
Ár sem meistari: 2009 (Lakers), 2010 (Lakers)
Tölfræði: 4.7 stig 2.3 stoðsendingar 2.8 fráköst
Einn af lykil bekkjar vermum Lakersliðsins í úrslitunum 2009 og 2010. Luke á örugglega föður sínum, Bill Walton, ferilinn að þakka en Bill er skráður í frægðarhöllina. Þegar þeir feðgar koma saman á fjölskylduviðburðum geta þeir báðir sagt sögur af því þegar þeir urðu meistarar. Bill getur sagt að hann hafi lyft gripnum eftir harða baráttur á meðan Luke hrífur alla krakkana með sögunni af því þegar hann sá um að grípa handklæðið, með hetjudáð, fyrir Kobe í leikhléum.
12. Jack Haley
Ferill í árum: 9: 1988-1998
Ár sem meistari: 1996 (Bulls)
Tölfræði: 3.5 stig 0.2 stoðsendingar 2.7 fráköst
Á tímabilinu 1995-96 unnu Chicago Bulls 72 leiki og settu þar með met í deildinni. Jack Haley kom aðeins við sögu í einum af þessum leikjum á hans eina tímabili með Bulls. Hann var oft sagður vera „barnfóstran“ hans Dennis Rodmans og hver veit hvaða vitleysu Rodman hefði fundið upp á ef að Haley hefði ekki verið til staðar.
11. Brian Scalabrine
Ferill í árum: 11: 2001-2012
Ár sem meistari: 2008 (Celtics)
Tölfræði: 3.1 stig 0.8 stoðsendingar 2.0 fráköst
Á meðan stuðningsmenn liðanna sem að Scalabrine spilar með hylla „Hvítu mömbuna“ er örugglega góð ástæða fyrir því að hann spilaði ekki einn einasta leik í úrslitum þegar hann varð meistari með Celtics. Skiptir það máli fyrir Brian Scalabrine? Greinilega ekki. Þegar hann var spurður út í mínútuleysi hans á blaðamannafundi sagði hann bara: „Eftir 10 ár verð ég ennþá meistari, eftir 20 ár segi ég krökkunum mínum að ég hafi byrjað inn á og eftir 30 ár segi ég þeim örugglega að ég hafi verið valinn verðmætasti leikmaðurinn í úrslitunum.“
10. Jacque Vaughn
Ferill í árum: 12: 1997-2009
Ár sem meistari: 2007 (Spurs)
Tölfræði: 4.5 stig 2.5 stoðsendingar 1.3 fráköst
Í miðju Dwight Howard málinu mikla, eða „Dwightmare“ eins og kaninn kallar það, var Stan Van Gundy rekinn sem þjálfari Orlando og í hans stað var ráðinn einn Jacque Vaughn. Hvað ætli það hafi verið sem forráðamenn Orlando hafi séð í Vaughn? Aðstoðarþjálfara ferill hans hjá Spurs? Það að hann varð meistari með þeim 2007? Það að hann á metið yfir flest klikkuð skot í röð (22)? Sennilegast er samt málið að það er ekki hægt að vinna nýliðalotteríið án almennilegrar þjálfunar.
9. Eddy Curry
Ferill í árum: 11: 2001-2012
Ár sem meistari: 2012
Tölfræði: 12.9 stig 0.5 stoðsendingar 5.2 fráköst
Þó að Curry hafi verið partur af skiptunum sem urðu til þess að Carmelo Anthony fór til New York hefur umtalið um hann verið mikið enda vann hann titilinn með Heat á síðustu leiktíð. New York leikmaðurinn fyrrverandi var miðdepill tímabilsins „þegar ekkert gekk upp“ hjá liðinu og lök framvistaða hans á dansgólfinu og staðreyndin að hann var allt of þungur voru pöruð með valréttum í nýliðavalinu sem skipt voru út til að halda í hann. Þar á meðal var annar valréttur í lotteríinu 2006.
8. Nate Bowman
Ferill í árum: 6: 1966-1972
Ár sem meistari: 1970 (Knicks)
Tölfræði: 2.9 stig 0.7 stoðsendingar 3.4 fráköst
„Nate the Snake“ eins og maðurinn var kallaður toppaði prósentuna sína í úrslitunum 1970 með Knicks og fór þá upp í 38%. Þó svo að 2.8 stig að meðaltali í leik á sex árum sé svo sem allt í lagi þá er Bowman þekktari fyrir það að hafa fengið á sig fleiri villur (557) heldur en að skora körfur (317) á sínum ferli og fékk fyrir vikið þetta vafasama örnefni.
7. Darko Mili?i?
Ferill í árum: 9: 2003-2012
Ár sem meistari: 2004 (Pistons)
Tölfræði: 6.0 stig 0.9 stoðsendingar 4.2 fráköst
Darko er þekktastur fyrir að vera valinn númer tvö í nýliðavalinu 2003 og það á undan köppum á borð við Carmelo Anthony, Chris Bosh og Dwyane Wade. Það hefur algjörlega verið litið fram hjá því að Darko vann titil á undan öllum þessum köppum og þá er talinn með maðurinn sem valinn var númer eitt þetta árið, LeBron James. Darko hefur ekki þennan sem þrír af þessum gæjum hafa í dag en það er hægt að ímynda sér að hann láti Carmelo heyra það í hvert skipti sem hann mætir Knicks, frá hliðarlínunni að sjálfsögðu.
6. Adam Morrison
Ferill í árum: 4: 2006-2010
Ár sem meistari: 2009, 2010
Tölfræði: 7.5 stig 1.4 stoðsendingar 2.1 fráköst
Adam Morrison var partur af hinum óþekkta árgangi 2006 og var valinn af númer þrjú af Charlotte Bobcats. Eftir að hafa verið með 37% hittni innan þriggja stiga línunnar og samsvarandi slakri vörn, vann Morrison á endanum tvo titla með Lakers. Hver veit hvernig þetta hefði farið fyrir Lakers ef Morrison hefði ekki sett niður átta stig og verið fjórir af níu í þeim tveim leikjum sem hann tók þátt í í úrslitunum. Morrison skældi í beinni þegar skólaliðið hans, Gonzaga, féll úr „Mars-geiðveikinni“ en kannski var hann ekki að skæla sökum þess heldur bara yfir ferlinum sínum í heild.
5. D.J. Mbenga
Ferill í árum: 7: 2004-2011
Ár sem meistari: 2009, 2010
Tölfræði: 1.8 stig 0.2 stoðsendingar 1.5 fráköst
Mbenga er fæddur og alinn upp í Zaire (Kongó) og kallar ekki allt ömmu sína. Honum var eitt sinn ætlað að verða líflátinn sökum stöðu föður hans innan stjórnarinnar í landinu en náði að semja sér leið úr því og endaði með að spila í NBA deildinni. Þrátt fyrir að vera leikmaður Dallas 2006 þurfti hann að horfa á úrslitin heiman frásér þar sem hann var leystur frá störfum fyrir að hlaupa upp í palla í miðjum leik. Vitandi af því að liðið hefði getað unnið með hann á hliðarlínunni ákvað hann að haga sér og skilaði af sér 0.3 stigum og 1.7 frákasti í leik í hvorri úrslitakeppninni fyrir sig með Lakers 2009 og 2010
4. Mark Madsen
Ferill í árum: 9: 2000-2009
Ár sem meistari: 2001, 2002
Tölfræði: 2.2 stig 0.4 stoðsendingar 2.6 fráköstum
Flestir leikmenn toppa í úrslitum og eiga sína bestu leiki þar en það er ekki raunin með Mark Madsen. Hann sýndi allar sínar bestu hliðar eftir að titillinn var í höfn. Hann skilaði kannski ekki miklu af sér á vellinum en danstaktar hans í fögnuðinum eftir titlana eru gjörsamlega ógleymanlegir.
3. Chris Jent
Ferill í árum: 2: 1993-1994, 1996-1997
Ár sem meistari: 1994 (Rockets)
Tölfræði: 6.2 stig 1.3 stoðsendingar 2.7 fráköst
Það tók LeBron níu tímabil að vinna titil og það tók Kobe fjögur. Báðir hefðu getað fengið leiðsögn frá Chris Jent hvernig ætti að gera þetta fyrr. Jent fékk sinn meistarahring á sínu fyrsta ári og það aðeins eftir 14 leiki þegar hann vann titilinn með Rockets. Hann lék aðeins 17 leiki í heildina og það segir allt um nýtinguna hjá honum, ekki satt?
2. Gabe Pruitt
Ferill í árum: 2: 2007-2009
Ár sem meistari: 2008
Tölfræði: 2.0 stig 0.8 stoðsendingar 0.8 fráköst
Margir hafa reynt að komast að í NBA deildinni og ekki náð inn. Á hinn bóginn eru margir sem ná inn en stoppa stutt við. Það seinna á svo sannarlega við um Gabe Pruitt sem entist aðeins tvö tímabil í Boston og fann sig svo í D-deildinni. Það þykir ekki mikil skemmtun að vera fjórði leikstjórnandi liðsins en það að verða meistari er ekki svo slæmt og fékk því Pruitt smá sárabætur.
1. Sun Yue
Ferill í árum: 1: 2008-09 (Spilaði 10 leiki)
Ár sem meistari: 2009
Tölfræði: 2.8 mínútur 0.2 stoðsendingar 1.3 stolnir 1.3 varðir
Á einu tímabili fékk Sun Yue að lifa því lífi sem allir vonast til að lifa, verða meistari. Hann fékk að eyða heilu ári með Kobe, segja að hann hafi hjálpað Lakers að vinna titilinn 2009 og getur sýnt hring því til staðfestingar. Eftir að hafa spilað með Bejiing Olympians í nokkur tímabil var hann valinn í annarri umferð valsins 2007. Yue ákvað hins vegar að vera eitt tímabil með Bejiing áður en hann kom til Lakers í ágúst 2008.
Hann var í liðinu í desember þegar Lakers unnu Milwaukee þar sem Yue spilaði fimm mínútur, skoraði fjögur stig, fékk á sig fjórar villur og tapaði boltanum tvisvar. Þessi leikur er sennilegast hans besti í NBA deildinni þar sem hann skoraði aðeins tvö stig til viðbótar í deildinni. Hann sat á bekknum og einhvern veginn slapp við að vera sagt upp á meðan Kobe og félagar unnu 15. titil Lakers. Eftir þetta ár var Yue sparkað og New York réð hann til sín. Hann náði þó ekki að klæðast New York treyjunni þar sem hann var látinn fara áður en tímabilið hófst. Yue er fyrsti kínverski leikmaðurinn úr Han ættinni sem vinnur NBA titil.