Undir 16 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Istanbúl í Tyrklandi.
Eftir að hafa lokið riðlakeppni mótsins síðasta mánudag hófu stúlkurnar leik í umspili um sæti 9 til 16 á mótinu með 25 stiga sigri gegn Svíþjóð, 77-102.
Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Berglind Katla Hlynsdóttir með 32 stig, 7 fráköst, 9 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Þá skilaði Sigrún Sól Brjánsdóttir 16 stigum, 8 fráköstum, 4 stoðsendingum, 5 stolnum boltum og Arna Rún Eyþórsdóttir 15 stigum og 4 fráköstum.
Næsti leikur Íslands í umspilinu er á dagskrá á morgun. Í honum munu þær mæta sigurvegara leiks Danmerkur og Úkraínu.
Upptaka af leiknum



