spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karla25 ára bið ÍA lokið

25 ára bið ÍA lokið

Fjölnismenn tóku í kvöld á móti Skagamönnum í ÍA í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.  ÍA gat með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn og sæti í Bónus deildinni á næsta tímabili á meðan Fjölnismenn vildu skemma partýið og gera sitt til að ná sér í heimavallaréttinn í fyrstu umferð komandi úrslitakeppni 1. deildar.

Það fór ekkert á milli mála þegar litið var upp í stúkuna að Skagamenn voru mættir í höfuðborgina til að styðja við bakið á sínu liði og leggja sitt að mörkum til að koma ÍA síðasta spölinn upp í Bónus.

Bæði lið komu með góðan meðbyr inn í leikinn, Fjölnir unnið 8 af síðustu 10 leikjum og ÍA ósigraðir í síðustu 11 leikjum.

Leikurinn bar þess merki að spennustigið væri hàtt og mikill hraði var í upphafi fyrsta leikhluta.  Fjölnir leiddi fyrstu mínúturnar og gestirnir áttu í vandræðum með Lewis undir körfunni en hann skoraði fyrstu 9 stig heimamanna. Þriggja stiga skot gestanna, þar sem mikið fór fyrir Kristófer, komu þeim yfir um miðbik fyrsta leikhluta, en ef einhver er til í og kann að jafna þann leik þá er það Arnþór og hann gerði nákvæmlega það. Undir lok leikhlutans fóru Skagamenn að hiksta sóknarlega á meðan allt fór niður hjà Fjölnismönnum sem leiddu 28-21 eftir fyrsta leikhluta.

Skagamenn byrjuðu annan leikhluta á að leita aftur í þristana sem kom þeim aftur inn í leikinn og jöfnuðu stöðuna í 32-32. Eftir það skiptust liðin á að skora og jafnræði var með liðunum en Skagamenn náðu sex stiga forustu þegar um hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Þá var dæmd óíþróttamannsleg villa á ÍA, Fjölnismenn setur bæði vítin, tóku svo leikhlé og voru við það að klúðra sókninni þegar Gunnar henti í ævintýra þrist þegar flautan gall of skotið endaði spjaldið ofaní. Hálfleikstölur 52-53 fyrir ÍA.

Skagamenn létu þennan endi á fyrri hálfleik sitja í sér og mættu stefndari inn í seinni hálfleikinn og náðu fljótt sex stiga forustu aftur líkt og undir lok fyrri hálfleiks. Liðin skiptust svo á að skora meira og minna út leikhlutann en svo fór að ÍA leiddi fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 70-78. ÍA tók meðbirinn úr þriðja leikhluta með sér inn í þann fjórða og náði 16 stiga forustu en Fjölnismenn voru ekki á því að gefast upp og komu til baka og þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn niður í 11 stig og öll pressan á ÍA að klàra leikinn og landa deildarmeistara titilnum.  Þá pressu stóðust þeir með sóma og lönduðu að lokum níu stiga sigri 97-106. Deildarmeistaratitillinn því farinn upp á Skaga og ÍA verður í Bónus deildinni á næsta tímabili í fyrsta skipti í 25 ár.

Tölfræði hæstu leikmenn Fjölnis:

Lewis Junior 29 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar

Arnþór Freyr 20 stig, 5 stoðsendingar, 50% þriggjastiga nýting

Birgir Leó 15 stig, 3 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolnir

Rafn Kristján 5 stig, 12 fráköst



Tölfræði hæstu leikmenn ÍA:

Victor 22 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar

Kristófer Már 20 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar

Srdan 20 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar

Kinyon 18 stig, 4 fráköst, 5 stoðsendingar, 6 stolnir

Lucien 16 stig, 3 stoðsendingar, 3/3 í þriggjastiga

Tölfræði leiks

Merkilegir punktar úr leiknum:

-ÍA var að vinna fyrstu deildina í fyrsta sinn í 32 ár

-Fjölnismenn tóku 13 víti áður en ÍA fékk vítaskot í leiknum

-Bekkurinn hjá Fjölni skilaði 33 stigum af 97 liðsins

-Byrjunarlið ÍA sett 96 stig af 106 stigum liðsins

-Fjölnir skoraði mest 13 stig í röð og leiddi mest með 8 stigum

-ÍA skoraði mest 8 stig í röð en leiddi með mest 16 stigum

Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson

Fréttir
- Auglýsing -