spot_img
HomeFréttir24. Nettómótinu lokið

24. Nettómótinu lokið

 Erkifjendurnir Njarðvík og Keflavík hafa í mörg ár eldað silfrið gráa í gegnum körfuboltatíðina. En á hverju ári snúa þessi félög bökum saman og halda stærsta körfuknattleiksmót landsins í samvinnu við Nettó.  Nettómótið var nú um helgina haldið í 24. skiptið og mótið fyrir löngu orðið rótgróið í körfuboltasamfélagið á öllu landinu.  Svo vinsælt er mótið að afdrifaríka en þó nauðsynlega ákvörðun þurfti að taka fyrir næsta mót sem verður aðeins fyrir 10 ára og yngri. Hingað til hafa 11 ára börn verið þau elstu en stærð mótsins er komið að þolmörkum og því þarf að taka þessa miður skemmtilegu ákvörðun. 
 
Mótshaldararnir úr Reykjanesbæ minna hinsvegar á að á næsta ári er 25 ára afmælismót þar sem öllu verður tjaldað líkt og venjulega og að öllum líkindum eitthvað aðeins blásið meira í en venjulega.   Undirritaður fór í dag og smellti nokkrum myndum af ánægðum þáttakendum mótsins og ekki var annað að sjá en að mótið gangi líkt og smurð vél enda fagmenn í öllum hornum sem sjá til að svo fari.  Mótshaldarar vildu koma á framfæri þökkum þeim óteljandi sjálfboðaliðum sem gerðu mótið í ár eins gott að raun bar vitni og hlakkar til þess næsta. 
 
Fréttir
- Auglýsing -