spot_img
HomeFréttir22 stiga sigur ÍR á Val

22 stiga sigur ÍR á Val

11:16 

{mosimage}

ÍR og Valur mættust í Seljaskóla í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi. Heimamenn höfðu 22 stiga sigur á 1. deildarliði Vals 88-66 þar sem Eiríkur Önundarson gerði 16 stig fyrir ÍR-inga.

 

Hjá Valsmönnum var Ragnar Steinsson stigahæstur með 19 stig. Staðan var 23-16 fyrir ÍR að loknum 1. leikhluta en að honum loknum tók að halla undan fæti hjá Val og var staðan 43-30 fyrir ÍR í hálfleik og notuðu þeir síðari hálfleikinn til að byggja vel til sigur ofan á þá forystu.

 

Síðasta umferðin í Reykjavíkurmóti karla fer fram á mánudag en þá mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi kl. 19:15 og í Seljasjóla mætast ÍR og KR á sama tíma eða kl. 19:15.

Fréttir
- Auglýsing -