Nú í hádeginu tilkynnti KKÍ 22 leikmanna hóp sem æfir fyrir æfingaleiki og lokamót EuroBasket.
Fyrir utan æfingar þá verða fimm landsleikir spilaðir áður en farið verður á EuroBasket.
1.-4. ágúst fer liðið til Ítalíu og tekur þátt í móti ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum.
Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik ferðarinnar og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir í seinni leik ferðarinnar. 12.-16. ágúst fer liðið til Portúgal og mætir þar Portúgal og Svíþjóð. Loka æfingaleikur Íslands er svo 22. ágúst gegn Litháen, en lokamót EuroBasket rúllar svo af stað þann 25. ágúst.
Æfingarhópur Íslands:
Almar Atlason – USA – 0 landsleikir
Frank Aron Booker – Valur – 4
Friðrik Leó Curtis – USA – 0
Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 5
Elvar Már Friðriksson – Marousso, Grikkland – 74
Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75
Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20
Jaka Brodnik – Keflavík – 0
Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35
Kári Jónsson – Valur – 35
Krstinn Pálsson – Valur – 37
Mario Matasovic -Njarðvík – 0
Martin Hermansson – Alba Berlin, Þýskaland – 77
Ólafur Ólafsson – Grindavík – 52
Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11
Ragnar Nathanaelsson – Hamar – 65
Sigurður Pétursson – Keflavík – 3
Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 20
Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37
Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 91
Þórir Þorbjarnarson – KR – 29



