spot_img
HomeFréttir2023-24 tímabilið rúllar af stað um helgina

2023-24 tímabilið rúllar af stað um helgina

Tímabilið 2023-24 rúllar formelag af stað á morgun laugardag er Keflavík tekur á móti Ármanni í 9. flokki stúlkna. Einnig munu leikar hefjast í 10. flokki drengja á morgun og svo verður farið af stað í 9. flokki drengja og 10. flokki stúlkna á sunnudag.

Yngri flokkar landsins munu svo einn af einum rúlla af stað á næstu vikum áður en fyrstu leikir í meistaraflokkum verða 24. september, en þá hefst mótið í 2. deild karla.

Fyrsti leikdagur Subway deildarinnar er þann 27. september, en þá er leikið í Subway deild kvenna. Þann 5. október mun Subway deild karla svo rúlla af stað.

Hérna er keppnisdagatal tímabilsins

Fréttir
- Auglýsing -