Hlynur Bæringsson hjá Snæfelli settist niður í kaffi og létt spjall við Karfan.is. Ásamt því að vinna Bikarmeistaratitilinn og Íslandsmeistaratitilinn unnu Snæfell einnig Reykjanes Cup Invitational áður en Iceland Express deildin fór af stað. Snæfell lenti í 6. sæti deildarinnar og urðu fyrsta liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn sem lendir svo neðarlega. Hlynur var valinn besti leikmaður Iceland Express deildarinnar, úrslitakeppninnar og besti varnarmaðurinn. Hlynur var með að meðaltali 20.1 stig, 14.2 fráköst, 3.5 stoðsendingar og 32.2 framlagsstig í leik fyrir Snæfell.
Hver voru markmið ykkar Snæfellinga fyrir tímabilið?
Framan af var ekkert komið neitt plan svona sameiginlegt innan liðsins en ekkert svona sem var eitthvað og við settumst ekkert niður með það. En eftir að Pálmi Freyr kom aftur eins og Jesú gangandi á vatni eina helgina og Martins Berkis kom þá var sett takmark á að vinna bara allt sem svona nokkuð ákveðið takmark svoleiðis.
Viðtal: Símon B. Hjaltalín.
Ljósmyndir: Þorsteinn Eyþórsson



