Hálfleikur er nú í leik Íslands og Belgíu á lokamóti EuroBasket 2025 í Katowice í Póllandi.
Íslenska liðið virðist vera með góð tök á leiknum það sem af er og leiða með fjórum stigum, 36-32
Tryggvi Snær Hlinason hefur farið fyrir íslenska liðinu það sem af er leik, skilað 10 stigum, 7 fráköstum, 2 stolnum boltum og 2 vörðum skotum á um 18 mínútum spiluðum. Honum næstur er Elvar Már Friðriksson með 10 stig.



