spot_img
HomeFréttir20 ár síðan Reggie Miller setti 8 stig á 9 sekúndum

20 ár síðan Reggie Miller setti 8 stig á 9 sekúndum

Í dag eru 20 ár liðin frá því Reggie Miller, leikmaður Indiana Pacers skoraði 8 stig á litlum 9 sekúndum gegn New York Knicks í fjórðungsúrslitum NBA deildarinnar 1995. 

 

Í stöðunni 99-105 fyrir Knicks í fyrsta leik seríunnar í Madison Square Garden, með Spike Lee röflandi á hliðarlínuni, setti Miller þrist þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum. Því næst stal hann glórulausri sendingu Anthony Mason og setti annan strax á eftir. 

 

Þar með hafði hann jafnað leikinn og innsiglaði svo sigurinn með tveimur skotum á vítalínunni – allt á 9 sekúndum af leiktíma.

 

Pacers unnu leikinn 107-105 og Spike Lee nagar sig eflaust enn í handabakið að hafa reitt Millerinn til reiði þarna.

 

Pacers unnu seríuna en töpuðu svo fyrir Orlando Magic í úrslitum austursins.

 

Fréttir
- Auglýsing -