15:30
{mosimage}
(Hildur Sigurðardóttir)
Félagarnir Jóhannes Árnason og Óli Ásgeir Hermannsson fóru með nýliða KR í fyrra alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Óli Ásgeir verður ekki með Jóhanni í ár en undirbúningstímabilið hefur engu að síður verið gott hjá KR sem voru ekki komnar með erlendan leikmann. Hildur Sigurðardóttir hefur farið mikinn ásamt Sigrúnu Ámundadóttur en mest hefur Guðrún Ámundadóttir komið á óvart síðustu vikur.
Guðrún var í landsliðsprógramminu hjá Ágústi Björgvinssyni í sumar og hefur greinilega notið góðs af því enda hefur hún tekið á sig stærra hlutverk í liði KR, bæði í vörn og sókn. Helsta nýbreytnin er að nú hefur Guðrún farið að ógna verulega í sókninni.
Mikið mun mæða á Hildi Sigurðardóttur sem fyrr en systurnar Sigrún og Guðrún verða með henni í framlínunni. Þá verða þær Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir og Helga Einarsdóttir að stíga rækilega upp ætli KR sér sömu hluti eða meiri en á síðustu leiktíð.
Jóhannes er mikið ólíkindatól í þjálfarastól en honum tókst að laða fram marga góða hluti hjá nýliðum KR í fyrra og ekki að ástæðulausu sem Karfan.is spáir KR 2. sæti þetta árið.
Ritstjórn Karfan.is
{mosimage}
(Sigrún Ámundadóttir)



