spot_img
HomeFréttir2. sæti: Keflavík

2. sæti: Keflavík

18:29

{mosimage}

 

 

 

Keflvíkingar verða í baráttu um hvern einasta titil í vetur og hafa þegar landað sínum fyrsta titli er þeir lögðu Íslandsmeistara Njarðvíkur í úrslitum Powerade bikarsins. Hjá Keflavík er valinn maður í hverju rúmi en Keflvíkingar urðu deilarmeistarar á síðustu leiktíð og féllu svo út í undanúrslitum Íslandsmótsins gegn Skallagrím eftir oddaleik. Til gamans má geta að Keflavík og Skallagrímur munu leika opnunarleikinn í Íslandsmótinu í Sláturhúsinu á fimmtudag og þykir það ósennilegt að lærisveinar Vals Ingimundarsonar fái blíðar mótttökur.

 

Tveir ungir og gríðarlega efnilegir leikmenn eiga eftir að láta að sér kveða í deildinni í vetur undir styrkri stjórn Sigurðar Ingimundarsonar. Þeir Þröstur Leó Jóhannsson og Sigurður Þorsteinsson sem í sumar gekk í raðir Keflavíkur frá KFÍ.

 

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Soltau verður á blokkinni hjá Keflavík og Bandaríkjamaðurinn Jermaine Ke Juan Williams virðist vera erlenda útgáfan af Jóni Nordal Hafsteinssyni, gríðarlegt vænghaf og öflugur varnarmaður, ekki slæmt að hafa tvo „Jonna“ í einu og sama liðinu.

 

Hættan sem stafaði af Keflavík utan við þriggja stiga línuna hefur aðeins dvínað með brotthvarfi Gunnars Stefánssonar en leikmaður á borð við Magnús Gunnarsson telur það t.d. ekki eftir sér að setja 7 kvikindi í einum og sama leiknum þannig að Keflavíkingar eru enn beittir fyrir utan. Þeir hafa einna helst styrkt sig undir körfunni frá síðustu leiktíð.

 

Sigurður Ingimundarson er einn reyndasti og sigursælasti þjálfarinn í deildinni í dag og hans skipun er örugglega ekkert leyndarmál, vinna allt sem í boði er.

 

Keflvíkingar hafa bætt við sig Bandaríkjamanni að nafni Tim Ellis og er honum ætlað það hlutverk að aðstoða liðið í Evrópukeppninni. Sama hlutverk og AJ Moye átti að skila í fyrra en allir vita hvernig það fór. Moye kom og rúllaði upp deildinni með krafti og skemmtilegri spilamennsku og sagði Sigurður Ingimundarson að þetta hefði verið einn eljusamasti leikmaður sem hann hefði nokkru sinni haft undir sinni stjórn.

 

Mikið mun mæða á bakverðinum Arnari Frey Jónssyni þar sem hann þarfa í flestum liðum að kljást við erlenda leikmenn en sér til aðstoðar hefur hann varnarvélina Sverri Þór Sverrisson og sást það glögglega að í Powerade bikarnum að Sverrir hefur engu gleymt þrátt fyrir annasamt sumar í fótboltanum með knattspyrnuliði Njarðvíkur.

 

 

{mosimage}

 

Leikmannahópur Keflavíkur:

 Thomas Soltau

Arnar Freyr Jónsson

Sigurður Gunnar Þorsteinsson

Elentínus Guðjón Margeirsson

Gunnar Einarsson

Sigurður Grétar Sigurðsson

Halldór Halldórsson

Jermaine Ke Juan Williams

Sverrir Þór Sverrisson

Jón Gauti Jónsson

Jón Nordal Hafsteinsson

 Magnús Þór Gunnarsso

Þröstur Leó Jóhannsson

 

 

 

Tim Ellis

 

Karfan.is spáir Keflavík 2. sæti í deildinni en þeir eru engu að síður vel færir um að verða Íslandsmeistarar en aðeins tveimur stigum munaði á Njarðvík og Keflavík í spánni hjá Karfan.is. Við spáum Njarðvíkingum Íslandsmeistaratitlinum en þar fengu Njarðvíkingar 46 stig og Keflvíkingar 44.

 

 

Myndir: www.vf.is

 

3. sæti: KR

Fréttir
- Auglýsing -