spot_img
HomeFréttir2. deild kvenna: Uppgjör toppliðanna

2. deild kvenna: Uppgjör toppliðanna

17:04

{mosimage}
(Bryndís Arnardóttir – Fjölni)

Í kvöld mætast Fjölnir og KR í Rimaskóla í 2. deild kvenna og hefst leikurinn kl. 19:15. Bæði þessi lið eru ósigruð í vetur og eru efst í deildinni með 12 stig eftir 6 leiki.

KR lenti í neðsta sæti Iceland Express-deildar kvenna síðastliðið tímabil og féll um deild. Félagið missti marga leikmenn og eru nýjir þjálfarar liðsins, Jóhannes Árnason og Óli Ásgeir Hermannsson, að byggja upp nýtt lið til framtíðar. Sigrún Skarphéðinsdóttir er stigahæsti og jafnfram leikjahæsti leikmaður liðsins.

Fjölnir tefldi fram liði í meistaraflokk kvenna í fyrsta skipti í fyrra og náði liðið ágætum árangri undir stjórn Nemjana Sovic en þær lentu í 5. sæti. Sovic er með liðið einnig í vetur og hefur það verið óstöðvandi í 2. deild kvenna það sem af er vetri ásamt KR. Fjórir leikmenn eru að skora yfir 10 stig í leik og gæti það hjálpað þeim í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 19:15.

mynd: fjolnir.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -