spot_img
HomeFréttir2-1 hjá bæði Sundsvall og Norrköping

2-1 hjá bæði Sundsvall og Norrköping

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins leiða 2-1 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Svíþjóð gegn andstæðingum sínum. Norrköping vann í gær en Sundsvall gerði nokkuð sem þykir fáséð þetta tímabilið og tapaði heimaleik.
 
Norrköping 2-1 Boras Basket
Norrköping 79-72 Boars (leikur 3 – 22. mars)
Pavel gerði tvö stig fyrir Norrköping á rúmum 27 mínútum í leiknum en hann var einnig með 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Í sigurliði Norrköping var Joakim Kjellbom stigahæstur með 30 stig.
 
Sundsvall 2-1 08 Stockholm HR
Sundsvall 70-74 08 Stockholm HR (leikur 3 – 22. mars)
Hlynur Bæringsson gerði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Sundsvall. Jakob Örn Sigurðarson bætti svo við 11 stigum og 3 stoðsendingum.
 
Bæði Norrköping og Sundsvall halda á útivöll á morgun og geta bæði með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar. Tapleikur þýðir að bæði lið halda á heimavöll þar sem blásið verður til oddaleiks.
  
Fréttir
- Auglýsing -