16:00
{mosimage}
Björn Hjörleifsson og samstarfsmenn stjórnuðu mótinu með glæsibrag. Hér er önnur lota að byrja í leik Hauka og KR.
Um síðustu helgi fór fram önnur umferð í 7. flokki drengja. B-riðill fór fram í Þorlákshöfn. Fimm lið mættu til leiks, heimamenn sem léku í fyrstu umferð í a-riðli, Haukar sem léku í síðustu umferð í c-riðli og UMFT, Fjölnir og KR.
Aðstæður til mótahalds eru góðar í Þorlákshöfn, parket er á gólfi, vítt er til veggja, góð aðstæða fyrir áhorfendur og ekki skemmdi fyrir að dómgæslan var til fyrirmyndar á mótinu og önnur umgjörð. Þótt að nokkur getumunur hafi verið á liðunum þá voru allir leikirnir skemmtilegir og leikmenn lögðu hart að sér og hafa flestir tekið miklum framförum að undanförnu. Úrslit mótsins má finna á eftirfarandi tengli: www.kki.is/mot/mot_1500002797.htm
Heimamenn léku vel á mótinu og sigruðu í öllum leikjum sínum með tvegga stafa mun. Það verður því hlutskipti Þórs að fara upp í hinn geysisterka a-riðil. Garðar þjálfari liðsins hefur góð tök á hópnum sem er nokkuð breiður og hann er að kenna þeim góða hluti. Jafnbesti leikmaður Þórs þessa helgi var Erlendur Ágúst Stefánsson og lék hann vel í vörn og sókn. Sverrir og Sighvatur léku einnig vel.
{mosimage}
Erlendur (á vítalínunni) lék mjög vel þessa helgi. Hér er Þór að leika á móti UMFT.
KR-liðið er með jafnan hóp. Leiktaktík KR í þessu móti var að pressa andstæðingana sína framarlega og beita hröðum sóknum, enda var KR með minnsta og yngsta liðið í mótinu (níu minniboltastrákar). Þessi taktík gekk oftast vel hjá KR og náði liðið öðru sæti (þrír sigrar og eitt tap). KR liðið átti ágæta möguleika gegn Þór og voru 12-2 yfir eftir eina lotu og þremur stigum undir í hálfleik, en varnarleikur þeirra var slakur í seinni hálfleik og Þórsarnir Erlendur og Sighvatur skoruðu nánast að vild.
{mosimage}
Þessi mynd sýnir KR taka ágæta varnarstöðu tvö á Fjölni.
Haukaliðið kom á óvart í þessum móti og lenti í þriðja sæti. Haukarnir mættu með stóran hóp í mótið og var röggsami þjálfari þeirra duglegur að hvetja lið sitt áfram og dreifa leiktímanum á milli manna. Haukarnir byrjuðu á því að vinna Fjölni naumt í hörkuleik og síðan unnu þeir UMFT. Á sunnudeginum töpuðu þeir fyrir KR og Þór. Haukarnir hafa tekið miklum framförum síðustu mánuði og körfuspekingar sem fylgdust með þeim um helgina voru sammála um að þeir eiga mikið inni. Jafnbestu menn Hauka í þessu móti voru þeir: Ólafur, Jóhann, Arnar og Anton.
Fjölnisliðið sigraði aðeins í einum leik í þessu móti. Þrátt fyrir það þá léku þeir vel og voru það lið sem náði að stríða Þór mest. Liðið er með hávaxna og sterka stráka sem eiga eftir að slípast meira til. Alexander og Guðni Valur léku ágætlega fyrir Fjölni í mótinu.
{mosimage}
Hér eru leikmenn KR og Fjölnis að gera sig tilbúna fyrir aðra lotu í sínum leik. Uppstillingin er vegna ritara leiksins.
UMFT tapaði öllum leikjum sínum og það verður hlutskipti þeirra að fara niður í c-riðil. UMFT vantar sárlega meiri hæð, en liðið er skipað skemmtilegum bakvörðum og léttum framvörðum. Með meiri aga í sóknarleik liðsins og aðeins betri varnarleik geta þeir bætt leik sinn mikið og verða væntanlega komnir afttur upp í b-riðil á næsta ári. Friðrik Þór og Agnar Ingi léku vel fyrir UMFT.
{mosimage}
Hér eru leikmenn UMFT í skemmtilegri skotæfingu fyrir leikinn á leikinn á móti Þór.
Í þessari umferð féll hið góða lið Hattar úr a-riðli sem leikinn var í Keflavík og verður því í b-riðli í næstu umferð. Liðið lék ágætlega í mótinu og tapaði einum leik með einni körfu og tveimur nokkuð naumt. Nánari umfjöllun um þetta mót má finna á heimasíðum Breiðabliks og Keflavíkur. Úrslit a-riðilsins má finna á eftirfarandi tengli:
www.kki.is/mot/mot_1500002796.htm
C-riðilinn var leikinn á Álftanesi og sigraði b-lið Stjörnunar mótið eftir mjög harða baráttu við heimamenn. Það er ljóst að það er mikil uppgangur í körfunni í Garðabænum. Úrslit c-riðilsins má finna á eftirfarandi tengli:
www.kki.is/mot/mot_1500002798.htm
{mosimage}
Hér sjást 12 agaðir KR-ingar bíða eftir skilaboðum frá þjálfara sínum.
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
Myndir: Foreldraráð 7. flokks KR



