Landslið kvenna mun koma saman og æfa um helgina líkt og staðið hefur til frá í vor. Framundan á tímabilinu eru leikir í undankeppni EM kvenna, en það mun koma í ljós í byrjun september hjá FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandinu, hvort af þeim landsliðsgluggum verður sem eru á dagskránni í nóvember og febrúar.
Benedikt Guðmundsson boðaði eftirtalda leikmenn hér fyrir neðan til æfinga að þessu sinni og undirbúa sig fyrir komandi vetur.
Þrír nýliðar eru í hópnum, en Katla Rún Garðarsdóttir, Ásta Júlía Grímsdóttir og Ástrós Lena Ægisdóttir hafa ekki verið með A landsliðinu áður.
Æfingahópur landsliðsins um helgina:
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur/HBU, USA
Ástrós Lena Ægisdóttir · KR
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Kelavík/Binghamton, USA
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir · Valur/University of Tulsa, USA
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík
Eva Margrét Jónsdóttir · Haukar
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur
Hallveig Jónsdóttir · Valur
Hildur Björg Kjartansdóttir · KR
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar
Margrét Kara Sturludóttir · KR
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester Riders, Englandi
Sóllilja Bjarnadóttir · Breiðablik
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar
Gáfu ekki kost á sér:
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrím, er meidd og Sylvía Rún Hálfdanardóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Þrír leikmenn, þær Þóranna Kika Hodge-Carr (Iona Collage), Sigrún Björg Ólafsdóttir (University of Tennessee) og Thelma Dís Ágústsdóttir (Ball State, USA), voru líka boðaðar en eru allar komnar út til USA þar sem þær verða við nám í vetur. Þá er Helena Sverrisdóttir barnshafandi og frá æfingum að sinni.