16:18
{mosimage}
Pamesa Valencia lið Jóns Arnórs Stefánssonar lyfti sér uppí sjötta sætið í ACB deildinni á spáni með góðum sigri á botnliðinu Grupo Capitol Valladolid 79-61. Jón Arnór skoraði 2 stig.
Jón Arnór var í byrjunarliði Valencia og lék í tæpar 24 mínútur og hafði hægt um sig í stigaskorunni, hann misnotaði öll fjögur skot sín, en var öryggið uppmálað á vítalínunni og skoraði bæði stigin sín þar. Jón Arnór fékk góða dóma fyrir varnarleik sinn í kvöld.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23-13 og heimamenn í Valencia komnir með góð tök á leiknum. Þeir bættu við forystuna í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik 44 – 27. Gestirnir náðu að minnka muninn í þriðja leikhluta í 58 – 47 en lengra komust þeir ekki þar sem að Valencia léku vel í fjórða leikhluta og sigruðu sem fyrr segir 79-61.
Með sigrinum eru Pamesa Valencia komnir í sjötta sætið með 7 sigra og 6 tapleiki. Mjög jafnt er hjá liðunum í deildinni og stutt niður í 12 sætið t.d. Þegar að þetta er skrifað eru eitthvað af leikjum í 13. umferðinni ólokið.
Næsti leikur hjá Valencia er gegn C.B. Granada á útivelli 22. desember. C.B. Granada eru í 12. sæti deildarinnar með svipað vinningshlutfall og Valencia.
Myndin er tekin af heimasíðu Pamesa Valencia
Frétt af www.kr.is/karfa