Bikardagar eru gengnir í garð og í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Poweradebikarkeppnum karla og kvenna. Í kvennaflokki mætast Njarðvík og FSu kl. 19:15 í Ljónagryfjunni og á sama tíma í Röstinni mætast ÍG og Keflavík b sem teflir m.a. fram Damon Johnson.
Í dag, á morgun, sunnudag og mánudag verður bikarinn í eldlínunni en alla bikarleiki helgarinnar má sjá hér að neðan:
16- liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla
29. nóvember
19:15 ÍG – Keflavík b
1. desember
16:15 Tindastóll – Reynir Sandgerði
19:15 Skallagrímur – Þór Þorlákshöfn
19:15 Njarðvík – Stjarnan
19:15 ÍR – Þór Akureyri
19:15 Fjölnir – FSu
19:15 Haukar – Snæfell
2. desember
19:15 Keflavík – Grindavík
16-liða úrslit í Poweradebikarkeppni kvenna
29. nóvember
19:15 Njarðvík – FSu
30. nóvember
15:00 Þór Akureyri – KR
16:00 Valur – Hamar
16:30 Stjarnan – Grindavík
1. desember
14:00 Tindastóll – Snæfell
16:00 Breiðablik – Fjölnir
Haukar og Keflavík sitja hjá í fyrstu umferð.
Mynd/ vf.is – Hilmar Bragi – Gunnar Einarsson einkaþjálfari verður vafalítið illur viðureignar í kvöld þegar Keflavík b heimsækir ÍG í Röstina.



