spot_img
HomeFréttir16 ára strákarnir lágu gegn Finnum: Úrslitastund á morgun

16 ára strákarnir lágu gegn Finnum: Úrslitastund á morgun

00:55

{mosimage}

Íslenska 16 ára landslið karla mátti í dag þola sinn fyrsta ósigur á Norðurlandamótinu í Solna er liðið lá 62-74 gegn Finnum. Fyrirfram var vitað að leikurinn skipti engu máli upp á röðun mótsins þar sem Ísland mætir heimamönnum í Svíþjóð á morgun í slag um Norðurlandameistaratitilinn. Styrmir Gauti Fjeldsted var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag með 14 stig og 4 fráköst.

Íslendingar höfðu frumkvæðið framan af leik en Finnar voru vel stemmdir í dag og því var staðan jöfn 15-15. Í öðrum leikhluta hertu Finnar róðurinn og voru að hitta vel úr þriggja stiga skotum sínum gegn svæðisvörn Íslands. Staðan í leikhléi var því 28-38 en Íslendingar léku á öllum sínum mönnum í dag nema Birni Kristjánssyni sem hvíldi þar sem hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli að undanförnu.

{mosimage}

 

Finnar héldu áfram að auka bilið milli sín og Íslands í þriðja leikhluta og lauk honum í stöðunni 44-60 og að endingu urðu lokatölur 62-74 Finnum í vil. Fjarri því besta frammistaða Íslands á mótinu en ljóst var að Einar Árni Jóhannsson ætlaði ekki að ofkeyra hópinn fyrir átökin á morgun.

 

Stigaskor Íslands

 

Styrmir Gauti Fjeldsted 14

Anton Örn Sandholt 9

Elvar Sigurðsson 9

Hjalti Valur Þorsteinsson 8

Óli Ragnar Alexandersson 5

Haukur Helgi Pálsson 5

Andri Þór Skúlason 4

Ólafur Helgi Jónsson 3

Daníel Geirsson 2

Andri Freysson 2

Oddur Ólafsson 1

 

[email protected]

 

Leikir morgundagsins

 

U 16 ára kvk – Ísland-Danmörk, leikur um 3. sæti kl. 10:15 (08:15 ÍSL)

U 16 ára kk – Ísland-Svíþjóð, leikur um 1. sæti kl. 11:15 (09:15 ÍSL)

U 18 ára kk – Ísland-Svíþjóð, leikur um 3. sæti kl. 13:45 (11:45 ÍSL)

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -