spot_img
HomeFréttir16 ára stelpurnar leika um bronsið gegn Dönum

16 ára stelpurnar leika um bronsið gegn Dönum

15:23
{mosimage}

 

Stelpurnar í U 16 ára landsliðinu máttu sætta sig við 41-61 ósigur gegn Dönum í sínum síðasta leik í riðlakeppninni á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð. Guðbjörg Sverrisdóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 13 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar. Danir leiddu allan leikinn en Íslendingar gerðu harða atlögu að forskotinu en þeim tókst ekki að brjóta ísinn og því fögnuðu Danir sigri.

 

Danska vörnin lék íslenska liðið grátt í upphafi leiks og hin danska Helene Henriksen sýndi enga miskunn og stal hverjum boltanum af öðrum af íslensku stelpunum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 9-18 Dönum í vil eftir fín rispu Íslands undir lok leikhlutans.

 

Danir sigu fram úr í öðrum leikhluta og náðu að auka muninn í 15 stig, 20-35 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

 

Í þriðja leikhluta áttu Íslendingar góða spretti og voru farnar að anda ofan í hálsmálið á danska liðinu. Munurinn fór þó upp í 12 stig og var 34-46 fyrir fjórða leikhluta.

 

Íslenska liðið fór nokkuð óvarlega með boltann í leiknum og tapaði liðið honum 28 sinnum. Danir reyndust síðar mun sterkari á endasprettinum og náðu muninum upp í 20 stig og þannig lauk leik, 41-61 Dönum í vil.

 

Norðmenn leika nú gegn Svíum en ljóst er að Finnar og Svíar leika um gulli. Íslendingar og Danir mætast á morgun í leik um bronsið og Norðmenn reka lestina. Þrátt fyrir að Norðmönnum takist að vinna sigur á Svíum í yfirstandandi leik hefur Ísland betur innbyrðis gegn Norðmönnum svo nokkuð endanleg mynd er komin á riðilinn.

 

{mosimage}

 

Stigaskor Íslands í leiknum

 

Guðbjörg Sverrisdóttir 13

Dagmar Traustadóttir 5

Ína María Einarsdóttir 5

Rannveig Ólafsdóttir 4

Telma Ásgeirsdóttir 4

María Jónsdóttir 3

Árný Þóra Hálfdánardóttir 2

Berglind Gunnarsdóttir 2

Elma Jóhannsdóttir 2

Hrafnhildur Sif Svavarsdóttir

 

[email protected]

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -