spot_img
HomeFréttir16 ára stelpurnar lágu stórt gegn Finnum

16 ára stelpurnar lágu stórt gegn Finnum

12:57
{mosimage}

 

(Dagmar Traustadóttir sækir að körfu Finna) 

 

Ísland mátti sætta sig við stóran ósigur gegn Finnum í sínum fyrsta leik í U 16 ára kvennaflokki á Norðurlandmóti unglinga í Solna. Lokatölur leiksins voru 91-42 Finnum í vil sem tóku forystu snemma leiks og áttu ekki í neinu basli með að hrinda íslenska liðinu út úr vel flestum sínum aðgerðum.

 

Finnar tóku snemma forystu og komust í 8-1 en Ísland minnkaði muninn í 10-7 en þar skildu leiðir og Finnar gerðu 13 stig gegn tveimur frá Íslandi og því lauk leikhlutanum í stöðunni 23-9 fyrir finnska liðinu.

 

Finnska liðið leysti vel úr bæði svæðisvörn og maður á mann vörn Íslands og á hinum endanum var íslenska liðið í stökustu vandræðum með að komast upp að körfunni. Staðan var svo 43-25 Finnum í vil þegar blásið var til hálfleiks en íslenska liðið átti fínar rispur í öðrum leikhluta sem Finnar unnu 20-16.

 

Sigur Finna var aldrei í hættu í síðari hálfleik og lauk leik 91-42 eins og áður greinir. Íslensku stelpurnar sýndu á köflum fínar rispur en mættu ofjarli sínum í dag.

 

Stigaskor íslenska liðsins:

 

Guðbjörg Sverrisdóttir 8

Dagmar Traustadóttir 8

Ína María Einarsdóttir 8

Rannveig Ólafsdóttir 6

Heiðrún Kristmundsdóttir 6

María Jónsdóttir 2

Elma Jóhannsdóttir 2

Thelma Ásgeirsdóttir 2

 

[email protected]

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -