spot_img
HomeFréttir16 ára liðið mætir Hollandi í dag

16 ára liðið mætir Hollandi í dag

07:00
{mosimage}

 

(Ólafur Jónsson í leik með 16 ára liðinu á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð) 

 

Evrópukeppnin hjá 16 ára landsliðum er nú í fullum gangi og íslenska liðið leikur sinn þriðja leik í B-deild keppninnar í dag kl. 13:00 þegar liðið mætir Hollendingum. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

 

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni tölfræðilýsingu á heimasíðu FIBA Europe með því að smella hér og finna svo B-riðil þar sem Ísland leikur.

 

Íslenska liðið tapaði stórt gegn heimamönnum í Bosníu-Herzegóviníu í fyrsta leik en í gær vann liðið frækinn sigur á Austurríkismönnum og leitast eftir sínum öðrum sigri í dag gegn Hollandi. Hollendingar hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu, fyrst gegn Austurríkismönnum 66-64 og svo gegn Svartfellingum 93-75.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -