13:07
{mosimage}
(Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ er með í för sem aðalfararstjóri)
Íslenska U 16 ára landsliðið hefur keppni í kvöld á Evrópumóti unglinga í Sarajevó og mætir þá heimamönnum í Bosníu Herzegóvínu. Leikurinn hefst kl. 20:00 að staðartíma eða kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði úr leiknum á heimasíðu www.fibaeurope.com
Nokkur töf varð á flugi íslenska liðsins í gær en fram kemur á heimasíðu KKÍ að það hafi ekki sett neitt strik í reikninginn og að andinn væri góður í hópnum.
Ísland mætir fyrst heimamönnum í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöð þarlendis en þjálfarinn góðkunni Bojan Desnica sendi Karfan.is tengil þar sem hægt væri að kaupa sig inn á leikinn fyrir u.þ.b. 3 evrur á netinu. Þessa slóð má nálgast hér en við áréttum að síðan sem umræðir er hvorki á ensku né íslensku.
Annar leikur liðsins er á morgun gegn Austurríkismönnum og fer hann fram kl. 14:45 að íslenskum tíma. Smellið hér til að nálgast leikjadagskrá íslenska liðsins.