spot_img
HomeFréttir1500 leikir hjá Kristni

1500 leikir hjá Kristni

 
Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson dæmdi í gærkvöldi sinn 1500. körfuboltaleik er hann dæmdi viðureign Hauka og Hamars í Iceland Express deild kvenna. Sigmundur Már Herbertsson dæmdi leikinn með Kristin en þeir tveir eru einhverjir reyndustu og fremstu dómarar landsins.
Nýverið lagði Kristinn FIBA dómgæsluskónna á hilluna og hefur undanfarin ár séð um skipulagningu endurmenntunar íslenskra dómara og stefnir á að verða FIBA leiðbeinandi (FIBA National Referee Instructor) fyrir íslenska dómara, en enginn gegnir því hlutverki nú. Hlutverk slíkra leiðbeinenda er að miðla dómaraþjálfun FIBA til starfandi dómara á Íslandi, leita að og þjálfa alþjóðleg dómaraefni, styðja og þjálfa íslenska alþjóðadómara og koma að stefnumótun dómaramála í landinu.
 
Þrátt fyrir að FIBA skórnir séu komnir á hilluna hefur Kristinn fjarri því sungið sitt síðasta hér heima, hann dæmdi spennuleik Hauka og Hamars í gær og verður aftur í eldlínunni í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -