spot_img
HomeFréttir150 leikir í ACB deildinni

150 leikir í ACB deildinni

 Jón Arnór Stefánsson virðist kannski fyrir einhverjum þessa dagana vera orðin háaldraður atvinnumaður á Spáni.  Ekki fyrir löngu sögðum við frá því að hann hafði leikið sinn 100 leik fyrir lið CAI Zaragoza á þeim þremur tímabilum sem hann hefur verið hjá félaginu. En nú hafa ACB menn gert enn betur og sagt frá því að Jón hefur leikið 150 leiki í AVB deildinni á Spáni sem óhætt er að segja að sé sú sterkasta í Evrópu. 
 
Jón hefur leikið sem fyrr segir 100+ leiki með CAI Zaragoza en einnig lék hann eitt tímabil með Granada og svo líka með liði Valencia (hérna í gamla daga)  Jón er vissulega komin á efri ár sín sem atvinnumaður en virðist eiga nóg eftir ef litið er til frammistöðu hans með landsliðinu á síðasta ári.  Karfan.is óskar Jóni til hamingju með þennan áfanga. 
Fréttir
- Auglýsing -