10:00
{mosimage}
Luol Deng leikmaður Chicago Bulls, hefur farið mikinn fyrir Breta í haust
Í gærkvöldi lauk forkeppni í A deild Evrópukeppninnar, forkeppni fyrir Evrópumótið sem fer fram í Póllandi í september á næsta ári. 15 þjóðir hafa tryggt sér sæti í keppninni en síðasta sætið stendur opið fyrir 6 þjóðir sem voru í A deild í haust en komust ekki upp úr sínum riðlum.
Þær þjóðir sem hafa tryggt sér þátttökurétt í Póllandi eru heimamenn, Rússar sem urðu Evrópumeistarar á Spáni 2007 auk þeirra þjóða sem urðu í sex næstu sætum í keppninni þar en það eru Spánn, Litháen, Grikkland, Þýskaland, Króatía og Slóvenía.
Sjö þjóðir komust svo upp úr forkeppni A deildarinnar en það eru Serbía, Makedónía, Tyrkland, Bretland, Ísrael, Lettland og Búlgaría. Þess má geta að Bretar komu upp úr B deild í fyrra og Makedónar árið áður.
Sex þjóðir leika svo um síðasta sætið en það eru Frakkar, Bosnía Hersgóvína, Ítalía, Portúgal, Finnland og Belgía.
Tékkar, Ungverjar, Úkraína og Eistland leika svo um að bjarga sér frá falli en tvær þjóðir falla í B deild.
Keppnin í Póllandi fer fram 7.-20. september að ári og verður fróðlegt að fylgjast með t.d. Bretum þar sem ekki tefldu fram landsliði fyrir 3 árum en eru nú komnir í hóp 16 bestu í Evrópu.
Mynd: Mansoor Ahmed