spot_img
HomeFréttir15 stig Jóns dugðu ekki í Litháen

15 stig Jóns dugðu ekki í Litháen

 Jón Arnór Stefánsson setti niður 15 stig í Litháen gegn Lietuvos Rytas í Litháen en þau dugðu skammt í 87:75 tapi í Evrópubikarnum. Tapið þýðir að Zaragoza liðið hefur komið sér í ansi erfiða stöðu uppá það að halda áfram í keppninni. Zaragoza hafði fyrir rúmri viku farið illa með lið Lietuvos Rytas á heimavelli þegar þeir sigruðu með 34 stigum, og því stór sveifla frá síðasta leik. 
 Jón Arnór Stefánsson skoraði 15 stig og var næststigahæstur í liði CAI Zaragoza 
 
Zaragoza náði að minnkaði muninn niður í fjögur stig fyrir lokafjórðunginn, 66:62. Lietuvos Rytas skoraði hins vegar fyrstu 13 stigin í fjórða leikhluta og það bil náðu Jón og félagar ekki að brúa. 
 
Jón Arnór lék rúmar 18 mínútur í leiknum og auk þess að skora 15 stig tók hann tvö fráköst. Hollendingurinn Henk Norel sem er komin af stað á ný eftir krossbandastlit  var stigahæstur leikmanna Zaragoza með 16 stig.
 
Zaragoza hefur tapað þremur af fjórum leikjum sínum til þessa og á eftir útileik gegn Cedevita Zagreb og heimaleik gegn Besiktas. Besiktas hefur unnið alla þrjá leiki sína, Lietuvos Rytas hefur unnið tvo leiki og Cedevita vann Zaragoza á útivelli. Von Zaragoza um að verða annað af tveimur liðum riðilsins til að komast áfram í 16-liða úrslitin er erfið en þeir þurfa í það minnsta að vinna tvo síðustu leiki sína. 
Fréttir
- Auglýsing -