spot_img
HomeFréttir14 ára körfuboltadómari

14 ára körfuboltadómari

13:35
{mosimage}

(Feðgarnir Kristinn og Ísak) 

Ísak fetar í fótspor föðurs síns 

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og þannig er í pottinn búið hjá þeim Kristni Óskarssyni og Ísaki Kristinssyni körfuknattleiksdómurum. Feðgarnir eru körfuknattleiksunnendur inn að beini og um síðustu helgi voru þeir saman dómarapar í Njarðvík þegar heimamenn tóku á móti Tindastól í 1. deild kvenna. Sá leikur var fyrsti meistaraflokksleikurinn sem Ísak dæmdi en hann er aðeins 14 ára gamall og er nemandi í 9. bekk við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir ungan aldur er Ísak enginn nýgræðingur en hann hefur dæmt 63 mótsleiki og tekur dómarastarfið alvarlega. Þetta kemur fram í 8.tbl. Víkurfrétta á Suðurnesjum í dag og á www.vf.is  

,,Ég byrjaði að suða í pabba um að fá að fara með honum á leiki þegar ég var um 8 ára. Hann vildi ekki alltaf að maður kæmi með í öll verkefnin en ég fór t.d. síðast með honum í Stykkishólm og fer á alla leiki með honum sem ég get og það líður vart sá dagur að við tölum ekki um dómgæslu,” sagði dómarinn Ísak en þessum unga manni er margt til lista lagt. Ísak æfir einnig körfubolta með Keflavík og golf hjá GS og svo lærir hann á trompet í tónlistarskólanum á veturna og vílar það því ekki fyrir sér að blása hraustlega í eitt stykki dómaraflautu.  

Smellið hér til að lesa viðtalið í heild sinni 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -