spot_img
HomeFréttir1300. sigurinn hjá Don Nelson

1300. sigurinn hjá Don Nelson

08:46:01
Don Nelson vann í nótt sinn 1300. leik sem NBA-þjálfari þegar Golden State Warriors unnu Oklahoma Thunder 133-120, í hröðum og skemmtilegum leik. Leikurinn var spennandi allan tímann, en Warriors sigu framúr með gíðum endaspretti þar sem hinu unga liði Oklahoma Thunder þvarr smám saman kraftur á þessum miklu hlaupum. Warriors hafa nú unnið 5 af síðustu 7 leikjum.

Sjá nánar um leiki næturinnar hér að neðan…

Nelson er annar á listanum yfir sigursælustu þjálfara frá upphafi, 32 leikjum á eftir Lenny Wilkens, og á sennilega eftir að færa sig upp í efsta sætið í upphafi næstu leiktíðar.

Stephen Jackson var stigahæstur í liði Golden State með 26 stig, Corey Magette var með 25 og Jamal Crawford var með 24. Hjá Thunder var Kevin Durant með 32 stig, Russel Westbrook var með 32 stig og 11 stoðsendingar og Jeff Green var með 27 stig og 15 fráköst.

Þá vann Miami sigur á Philadelphia, 91-97. Philadelphia, sem lék frábærlega fram að stjörnuhelginni hefur nú gefið eftir.

Dwayne Wade var að vanda stigahæstur Miami-manna með 25 stig, en nýji miðherjinn þeirra, Jermaine O'Neal átti líka góðan leik mep 17 stig og 10 fráköst. Hjá Philadelphia var Andre Miller með 30 stig, en hann lék þar sinn 502. leik í röð sem er lengsta núverandi röð í deildinni. Hann hefur aðeins misst út 3 leiki á 10 ára ferli, síðast fyrir fimm árum þegar hann var hjá LA Clippers.

Hér eru úrslit næturinnar

Philadelphia 91
Miami 97

San Antonio 98
Washington 67

Sacramento 95
Dallas 116

New Orleans 88
Utah 102

Oklahoma City 120
Golden State 133

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -